Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum 23. júní 2014 07:00 Svona er um að lítast hjá Læknum án landamæra í Donka í Gíneu. Mynd/Læknar án landamæra Ebólufaraldurinn í Gíneu virðist enn vera að breiðast út. Erfitt hefur reynst að stemma stigu við faraldrinum og aldrei hefur jafn erfiðlega gengið að eiga við sjúkdóminn en nú. Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, var í Gíneu í mánuð við að reyna að ná tökum á ástandinu. Hún mun fara utan til Síerra Leóne í næstu viku af sömu ástæðum. „Ebólan breiðist hratt út, flest tilfellin hafa verið í Gíneu og næstflest í Síerra Leóne. Síðan hefur sjúkdómsins orðið vart í Líberíu, meira að segja í höfuðborginni Monróvíu,“ segir Gunnhildur. „Við héldum á einum tímapunkti að við værum að ná tökum á ástandinu, því tilfellum fór fækkandi á þeim sjúkrahúsum sem við vorum á. Síðan sáum við ný tilfelli skjóta upp kollinum á öðrum svæðum, sem er óalgengt þegar ebóla er annars vegar.“ Ebólufaraldrar hafa látið á sér kræla nokkrum sinnum á síðustu árum en útbreiðsla sjúkdómsins nú er með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ebólufaraldur hefur blossað upp á svona mörgum svæðum í einu og aldrei hefur gengið jafn illa að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins.“Gunnhildur í fullum herklæðum í GíneuGunnhildur segir menningu Gíneubúa ekki hjálpa til við að ná tökum á þessu ástandi. „Í menningu Gíneubúa eru siðvenjur þær að þegar fólk fer í jarðarför þá vilja allir þvo líkið, snerta það og vilja vera með í þeirri athöfn. Sjúklingurinn deyr þegar veirufjöldinn er hvað mestur í líkamanum og þess vegna er lík sjúklings mest smitandi stuttu eftir andlát hans. Það veldur því að útbreiðsla ebólu hefur verið mikil í tengslum við jarðarfarir. Erfitt er að eiga við þessa siði enda fastmótaðir í menningu íbúa.“ Gunnhildur segir að uppfræðsla íbúa sé það eina sem gæti skilað árangri. „Menntunarstigið í Gíneu er lágt og þekking á sjúkdómum og smitvörnum er í lágmarki. Dánartíðni þeirra sem smituðust í Gíneu á meðan ég var stödd þar var 50 til 90 prósent. Dánartíðnin var hærri í sveitum landsins en lægri í höfuðborginni Kónakrí.“ Hún segir að auðveldara hafi verið að ná til fólks í höfuðborginni með útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum en úti á landsbyggðinni. „Einnig er aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu mun betra í borg en í sveitum Gíneu.“ Ebóla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira
Ebólufaraldurinn í Gíneu virðist enn vera að breiðast út. Erfitt hefur reynst að stemma stigu við faraldrinum og aldrei hefur jafn erfiðlega gengið að eiga við sjúkdóminn en nú. Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, var í Gíneu í mánuð við að reyna að ná tökum á ástandinu. Hún mun fara utan til Síerra Leóne í næstu viku af sömu ástæðum. „Ebólan breiðist hratt út, flest tilfellin hafa verið í Gíneu og næstflest í Síerra Leóne. Síðan hefur sjúkdómsins orðið vart í Líberíu, meira að segja í höfuðborginni Monróvíu,“ segir Gunnhildur. „Við héldum á einum tímapunkti að við værum að ná tökum á ástandinu, því tilfellum fór fækkandi á þeim sjúkrahúsum sem við vorum á. Síðan sáum við ný tilfelli skjóta upp kollinum á öðrum svæðum, sem er óalgengt þegar ebóla er annars vegar.“ Ebólufaraldrar hafa látið á sér kræla nokkrum sinnum á síðustu árum en útbreiðsla sjúkdómsins nú er með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ebólufaraldur hefur blossað upp á svona mörgum svæðum í einu og aldrei hefur gengið jafn illa að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins.“Gunnhildur í fullum herklæðum í GíneuGunnhildur segir menningu Gíneubúa ekki hjálpa til við að ná tökum á þessu ástandi. „Í menningu Gíneubúa eru siðvenjur þær að þegar fólk fer í jarðarför þá vilja allir þvo líkið, snerta það og vilja vera með í þeirri athöfn. Sjúklingurinn deyr þegar veirufjöldinn er hvað mestur í líkamanum og þess vegna er lík sjúklings mest smitandi stuttu eftir andlát hans. Það veldur því að útbreiðsla ebólu hefur verið mikil í tengslum við jarðarfarir. Erfitt er að eiga við þessa siði enda fastmótaðir í menningu íbúa.“ Gunnhildur segir að uppfræðsla íbúa sé það eina sem gæti skilað árangri. „Menntunarstigið í Gíneu er lágt og þekking á sjúkdómum og smitvörnum er í lágmarki. Dánartíðni þeirra sem smituðust í Gíneu á meðan ég var stödd þar var 50 til 90 prósent. Dánartíðnin var hærri í sveitum landsins en lægri í höfuðborginni Kónakrí.“ Hún segir að auðveldara hafi verið að ná til fólks í höfuðborginni með útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum en úti á landsbyggðinni. „Einnig er aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu mun betra í borg en í sveitum Gíneu.“
Ebóla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira