KONUR! HAHAHA Berglind Pétursdóttir skrifar 23. júní 2014 07:00 Sástu leikinn í gær? Já, sá hann, dómarinn var alveg á brjóstahaldaranum. SNAKK, SNAKK, gefið mér snakk.“Einhvern veginn svona hljómar auglýsing sem er spiluð í útvarpi allra landsmanna þessa dagana í tilefni af því hversu vel snakk og heimsmeistaramót í karlafótbolta fara saman. Þarna er notast við klassískt brjóstahaldaragrín á kostnað kvenna, því það er svo fyndið. Grín er gott og skemmtilegt og það má svo sannarlega segja hluti í hálfri alvöru. Leggjum bara niður þetta skrýtna og ófyndna grín um að allt stelpulegt sé ömurlegt og konur séu vanmáttugar gagnvart öðru en að fara í tásudekur. Mögulega mætti finna eitthvert viðfangsefni sem er fyndið í alvörunni ef maður ætlar að vera að grínast á annað borð, t.d. Hafnfirðinga eða prump. En grín á kostnað kerlinga, kvenna, stelpna, brjóstahaldara og dómara sem kjósa að klæðast þeim virðist lifa góðu lífi í okkar upplýsta samfélagi sem einhverjir telja hafa náð fullu jafnrétti kynjanna. Þú ættir að fá kærastann þinn til að redda þér betri tölvu, var svarið sem ég fékk þegar ég kvartaði yfir hægagangi fartölvunnar minnar á verkstæði. Sá ágæti afgreiðslumaður var ábyggilega að grínast, hann hlýtur að vita að ég kann sjálf að labba á hælaskónum út í tölvubúð og kaupa mér tölvu. Segðusvo pabba þínum að hann þurfi að fá sér viðvörunarþríhyrning, sagði maðurinn sem skoðaði bílinn minn. Þessi smájeppi gat náttúrulega ekki verið minn bíll, ég er stelpa. En hann var líklega bara að grínast. Þaðer ekki sjálfsagt að hreyta í stelpur að þær séu ekki nógu góðar til þess að gera eitthvað bara af því að þú ert ekki að hugsa. Hvað er einu sinni kvenlegur hlutur? Bleikur hlutur? Finnum fyndnara grín, notum heilana, þeir eru gagnlegir. Og í góðum nude-tón sem er hátískulitur, það segir Kim Kardashian að minnsta kosti.Ogtökum þessa snakkauglýsingu úr umferð. Þetta er ekki í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun
Sástu leikinn í gær? Já, sá hann, dómarinn var alveg á brjóstahaldaranum. SNAKK, SNAKK, gefið mér snakk.“Einhvern veginn svona hljómar auglýsing sem er spiluð í útvarpi allra landsmanna þessa dagana í tilefni af því hversu vel snakk og heimsmeistaramót í karlafótbolta fara saman. Þarna er notast við klassískt brjóstahaldaragrín á kostnað kvenna, því það er svo fyndið. Grín er gott og skemmtilegt og það má svo sannarlega segja hluti í hálfri alvöru. Leggjum bara niður þetta skrýtna og ófyndna grín um að allt stelpulegt sé ömurlegt og konur séu vanmáttugar gagnvart öðru en að fara í tásudekur. Mögulega mætti finna eitthvert viðfangsefni sem er fyndið í alvörunni ef maður ætlar að vera að grínast á annað borð, t.d. Hafnfirðinga eða prump. En grín á kostnað kerlinga, kvenna, stelpna, brjóstahaldara og dómara sem kjósa að klæðast þeim virðist lifa góðu lífi í okkar upplýsta samfélagi sem einhverjir telja hafa náð fullu jafnrétti kynjanna. Þú ættir að fá kærastann þinn til að redda þér betri tölvu, var svarið sem ég fékk þegar ég kvartaði yfir hægagangi fartölvunnar minnar á verkstæði. Sá ágæti afgreiðslumaður var ábyggilega að grínast, hann hlýtur að vita að ég kann sjálf að labba á hælaskónum út í tölvubúð og kaupa mér tölvu. Segðusvo pabba þínum að hann þurfi að fá sér viðvörunarþríhyrning, sagði maðurinn sem skoðaði bílinn minn. Þessi smájeppi gat náttúrulega ekki verið minn bíll, ég er stelpa. En hann var líklega bara að grínast. Þaðer ekki sjálfsagt að hreyta í stelpur að þær séu ekki nógu góðar til þess að gera eitthvað bara af því að þú ert ekki að hugsa. Hvað er einu sinni kvenlegur hlutur? Bleikur hlutur? Finnum fyndnara grín, notum heilana, þeir eru gagnlegir. Og í góðum nude-tón sem er hátískulitur, það segir Kim Kardashian að minnsta kosti.Ogtökum þessa snakkauglýsingu úr umferð. Þetta er ekki í lagi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun