Nærri allt grænmeti merkt án þess að hafa hlotið vottun Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2014 00:01 Vistvæn framleiðsla Nær allar vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna eru merktar sem vistvænar landbúnaðarafurðir þrátt fyrir að lögbundna vottun að baki notkuninni skorti. Fréttablaðið/HAG Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“ Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira