Gröndal lifir! Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 28. júní 2014 11:30 Dægradvöl Bækur Dægradvöl Benedikt Gröndal Forlagið - Íslensk klassík Sem barn var hann „fúll og einrænn, nokkuð hneigður til grófyrða“. Fullorðinn var hann stundum bitur og dómharður í garð samferðamanna sinna, drykkfelldur og breyskur á ýmsa lund. Samt var hann manna fyndnastur á prenti og sló nýjan tón í íslenskum bókmenntum á seinni hluta nítjándu aldar með gamansögum sínum, Heljarslóðarorrustu og Þórðar sögu Geirmundssonar. Benedikt Gröndal er af mörgum ástæðum einhver mest heillandi persónuleiki íslenskrar bókmenntasögu og í Dægradvöl, sjálfsævisögu hans sem nú er nýútkomin í kiljuútgáfu, fá lesendur tækifæri til að kynnast honum sjálfum, samferðamönnum hans og þeim tímum sem hann lifði. Gröndal ólst upp í hringiðu íslenskrar rómantíkur og sjálfstæðisbaráttu. Faðir hans, Sveinbjörn Egilsson, var rektor Bessastaðaskóla og kennari og lærifaðir Jónasar Hallgrímssonar og annarra Fjölnismanna. Sjálfur fetaði hann hina hefðbundnu braut íslenskra menntamanna á nítjándu öld, varð stúdent og las við Kaupmannahafnarháskóla, lauk ekki prófi en vann við tilfallandi fræðistörf lengi vel. En ævi Gröndals fól líka í sér óvænta útúrdúra og gönuhlaup. Á tímabili daðraði hann við kaþólsku og ferðaðist með dularfullum rússneskum trúboða, Djúnka, og dvaldi í skjóli hans í klaustri. Hann hafði margvíslega hæfileika, sem teiknari, náttúrufræðingur og norrænufræðingur en var þó umfram allt klassískt menntaður í latínu og grísku og skáld á dönsku, íslensku og latínu frá unga aldri. Gáfur hans dreifðust víða og sennilega naut hann aldrei sannmælis af samtímamönnum sínum. Arfleifð Benedikts Gröndal í íslenskri menningarsögu er áhugaverð og ekki laus við mótsagnir. Meðan hann lifði var hann helst þekktur sem ljóðskáld en nú eru líklega fáir lesendur sem ná sambandi við ljóð Gröndals. Á hinn bóginn hafa lausamálsverk hans, gamansögurnar og ekki síst Dægradvöl, sem var fyrst gefin út eftir dauða hans, haldið nafni hans á lofti. Í Dægradvöl birtist Gröndal í öllu sínu veldi, bæði kostir hans og gallar lýsa af textanum. Hann er manna stílfimastur, mannlýsingar hans eru hver og ein meistaraverk, en stundum brýst önuglyndið fram, það er eins og hann geti illa haldið aftur af sér og þá brýst dómharkan og heiftin fram, ekki síst í lýsingum einstakra manna. Eitt af því sem gerir Dægradvöl heillandi og svolítið ólíka mörgum klassískum ævisögum, er að höfundur hennar gerir alls enga tilraun til að fella sögu sína í ákveðið form eða mynstur. Hann rekur eigin ævi í tímaröð að mestu og dregur fáar ályktanir um hið stærra samhengi. Þess vegna verður verkið eins og sneiðmynd af þeim tíma sem hann lifði en líka mögnuð sjálfslýsing. Lesandinn verður að mæta Dægradvöl á forsendum höfundarins, hann er ekki að skálda samhangandi sögu, hann lýsir einfaldlega því sem fyrir hann bar og fellir dóma. Við kynnumst honum smám saman, ferðumst með honum í gegnum lífið, upplifum sjaldgæfa gleði hans, margvíslegan harm og mótlæti. Benedikt Gröndal lifir með okkur á margvíslegan hátt, fyrir þremur árum síðan voru teikningar hans af íslenskum fuglum gefnar út í gullfallegri bók, Gröndalshús stendur úti á Granda og bíður þess að því verði fundinn staður og nú síðast var hann aðalpersónan í skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar, Sæmd. Allt er þetta fullkomlega verðskuldað. Gröndal hefur skilið eftir sig djúp spor og ein ástæða til að lesa Dægradvöl er að reyna að rekja þau spor, en ástæðurnar eru fleiri. Í bókinn kynnumst við einstökum sögumanni sem hlífir engum og síst sjálfum sér, hann birtir okkur horfna tíma í vægðarlausu ljósi og síðast en ekki síst er hann frábær rithöfundur, hann kemur á óvart á hverri síðu og það er sama hvar gripið er niður, alltaf er stíllinn ferskur, lifandi og óvæntur. Niðurstaða: Ógleymanleg ævisaga eins sérstæðasta og ritfimasta höfundar íslenskrar bókmenntasögu. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Dægradvöl Benedikt Gröndal Forlagið - Íslensk klassík Sem barn var hann „fúll og einrænn, nokkuð hneigður til grófyrða“. Fullorðinn var hann stundum bitur og dómharður í garð samferðamanna sinna, drykkfelldur og breyskur á ýmsa lund. Samt var hann manna fyndnastur á prenti og sló nýjan tón í íslenskum bókmenntum á seinni hluta nítjándu aldar með gamansögum sínum, Heljarslóðarorrustu og Þórðar sögu Geirmundssonar. Benedikt Gröndal er af mörgum ástæðum einhver mest heillandi persónuleiki íslenskrar bókmenntasögu og í Dægradvöl, sjálfsævisögu hans sem nú er nýútkomin í kiljuútgáfu, fá lesendur tækifæri til að kynnast honum sjálfum, samferðamönnum hans og þeim tímum sem hann lifði. Gröndal ólst upp í hringiðu íslenskrar rómantíkur og sjálfstæðisbaráttu. Faðir hans, Sveinbjörn Egilsson, var rektor Bessastaðaskóla og kennari og lærifaðir Jónasar Hallgrímssonar og annarra Fjölnismanna. Sjálfur fetaði hann hina hefðbundnu braut íslenskra menntamanna á nítjándu öld, varð stúdent og las við Kaupmannahafnarháskóla, lauk ekki prófi en vann við tilfallandi fræðistörf lengi vel. En ævi Gröndals fól líka í sér óvænta útúrdúra og gönuhlaup. Á tímabili daðraði hann við kaþólsku og ferðaðist með dularfullum rússneskum trúboða, Djúnka, og dvaldi í skjóli hans í klaustri. Hann hafði margvíslega hæfileika, sem teiknari, náttúrufræðingur og norrænufræðingur en var þó umfram allt klassískt menntaður í latínu og grísku og skáld á dönsku, íslensku og latínu frá unga aldri. Gáfur hans dreifðust víða og sennilega naut hann aldrei sannmælis af samtímamönnum sínum. Arfleifð Benedikts Gröndal í íslenskri menningarsögu er áhugaverð og ekki laus við mótsagnir. Meðan hann lifði var hann helst þekktur sem ljóðskáld en nú eru líklega fáir lesendur sem ná sambandi við ljóð Gröndals. Á hinn bóginn hafa lausamálsverk hans, gamansögurnar og ekki síst Dægradvöl, sem var fyrst gefin út eftir dauða hans, haldið nafni hans á lofti. Í Dægradvöl birtist Gröndal í öllu sínu veldi, bæði kostir hans og gallar lýsa af textanum. Hann er manna stílfimastur, mannlýsingar hans eru hver og ein meistaraverk, en stundum brýst önuglyndið fram, það er eins og hann geti illa haldið aftur af sér og þá brýst dómharkan og heiftin fram, ekki síst í lýsingum einstakra manna. Eitt af því sem gerir Dægradvöl heillandi og svolítið ólíka mörgum klassískum ævisögum, er að höfundur hennar gerir alls enga tilraun til að fella sögu sína í ákveðið form eða mynstur. Hann rekur eigin ævi í tímaröð að mestu og dregur fáar ályktanir um hið stærra samhengi. Þess vegna verður verkið eins og sneiðmynd af þeim tíma sem hann lifði en líka mögnuð sjálfslýsing. Lesandinn verður að mæta Dægradvöl á forsendum höfundarins, hann er ekki að skálda samhangandi sögu, hann lýsir einfaldlega því sem fyrir hann bar og fellir dóma. Við kynnumst honum smám saman, ferðumst með honum í gegnum lífið, upplifum sjaldgæfa gleði hans, margvíslegan harm og mótlæti. Benedikt Gröndal lifir með okkur á margvíslegan hátt, fyrir þremur árum síðan voru teikningar hans af íslenskum fuglum gefnar út í gullfallegri bók, Gröndalshús stendur úti á Granda og bíður þess að því verði fundinn staður og nú síðast var hann aðalpersónan í skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar, Sæmd. Allt er þetta fullkomlega verðskuldað. Gröndal hefur skilið eftir sig djúp spor og ein ástæða til að lesa Dægradvöl er að reyna að rekja þau spor, en ástæðurnar eru fleiri. Í bókinn kynnumst við einstökum sögumanni sem hlífir engum og síst sjálfum sér, hann birtir okkur horfna tíma í vægðarlausu ljósi og síðast en ekki síst er hann frábær rithöfundur, hann kemur á óvart á hverri síðu og það er sama hvar gripið er niður, alltaf er stíllinn ferskur, lifandi og óvæntur. Niðurstaða: Ógleymanleg ævisaga eins sérstæðasta og ritfimasta höfundar íslenskrar bókmenntasögu.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira