Vottuðu og óvottuðu kjöti blandað saman Snærós Sindradóttir skrifar 1. júlí 2014 09:15 Ómögulegt er að segja til um hvort þessar kindur eru aldar við gæðastýrðan landbúnað eða ekki. Fréttablaðið/Vilhelm Lambakjöt úr gæðastýrðri framleiðslu er ekki sérstaklega merkt í verslunum. Það þýðir að neytendur vita ekki hvernig eftirliti hefur verið háttað við framleiðslu á kjötinu sem þeir kaupa. 7,3 prósent af lambakjöti á markaði koma ekki frá gæðastýrðum býlum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur vilji gjarnan sérmerkja kjöt sem kemur frá gæðastýrðum býlum. Það strandi á vilja sláturhúsanna sem hafi hingað til blandað kjöti saman án aðgreiningar. Þórarinn Ingi Pétursson„Sláturleyfishafarnir kaupa af okkur kjötið. Eftir að þeir hafa keypt vöruna er erfiðara fyrir okkur bændur að hafa bein áhrif á það hvernig henni er ráðstafað.“ Þórarinn segir að mikilvægt sé að neytendur komi kröfum sínum um merkingu á vörum á framfæri. „Sauðfjárbændur vilja koma til móts við neytendur eins og mögulegt er. Ef krafan frá neytendum kemur almennilega fram þá er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við.“ Þeir bændur sem ekki fylgja gæðastýringu eru í minnihluta. Sérstakar greiðslur, rúmlega 156 krónur á kílóið, leggjast ofan á framleiðslu þeirra sem fylgja gæðastýringu og með þeim hætti hafa bændur verið hvattir til að taka þátt í kerfinu. Gæðastýringarálagið nemur um fjórðungi af tekjum sauðfjárbænda. Þórarinn segir að þeir sem ekki fylgi gæðastýringu hafi ýmist ekki áhuga á því sem henni fylgir, svo sem aukinni skriffinnsku, eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til að hljóta vottunina. Steinþór SkúlasonSteinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstjóri SS, segir að þrátt fyrir að sum býli fylgi ekki gæðastýringu þýði það ekki að gæði kjötsins séu minni. „Varan er metin í sláturhúsi gegnum kjötmat og eftirlit dýralækna. Ég hef ekki séð neinn halda því fram að það sé gæðamunur á afurðunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að stuðla að betri búskaparháttum.“ Steinþór segir að engin umræða hafi verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt.“ Tilgangur gæðastýringar að búa beturGæðastýringu í sauðfjárrækt var komið á með reglugerð árið 2000. Það sem vegur þyngst í gæðastýringu er krafan um skynsamlega nýtingu beitilands. Við kaup á gæðastýrðu kjöti er því hægt að ganga að því vísu að við framleiðsluna hafi ekki verið gengið of nærri landinu með ofbeit. Þess er krafist að bændur skili inn upplýsingum um lyfjanotkun og veikindi dýra sem og áburðarnotkun á tún og fóðurmagn til skepnanna. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Lambakjöt úr gæðastýrðri framleiðslu er ekki sérstaklega merkt í verslunum. Það þýðir að neytendur vita ekki hvernig eftirliti hefur verið háttað við framleiðslu á kjötinu sem þeir kaupa. 7,3 prósent af lambakjöti á markaði koma ekki frá gæðastýrðum býlum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur vilji gjarnan sérmerkja kjöt sem kemur frá gæðastýrðum býlum. Það strandi á vilja sláturhúsanna sem hafi hingað til blandað kjöti saman án aðgreiningar. Þórarinn Ingi Pétursson„Sláturleyfishafarnir kaupa af okkur kjötið. Eftir að þeir hafa keypt vöruna er erfiðara fyrir okkur bændur að hafa bein áhrif á það hvernig henni er ráðstafað.“ Þórarinn segir að mikilvægt sé að neytendur komi kröfum sínum um merkingu á vörum á framfæri. „Sauðfjárbændur vilja koma til móts við neytendur eins og mögulegt er. Ef krafan frá neytendum kemur almennilega fram þá er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við.“ Þeir bændur sem ekki fylgja gæðastýringu eru í minnihluta. Sérstakar greiðslur, rúmlega 156 krónur á kílóið, leggjast ofan á framleiðslu þeirra sem fylgja gæðastýringu og með þeim hætti hafa bændur verið hvattir til að taka þátt í kerfinu. Gæðastýringarálagið nemur um fjórðungi af tekjum sauðfjárbænda. Þórarinn segir að þeir sem ekki fylgi gæðastýringu hafi ýmist ekki áhuga á því sem henni fylgir, svo sem aukinni skriffinnsku, eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til að hljóta vottunina. Steinþór SkúlasonSteinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstjóri SS, segir að þrátt fyrir að sum býli fylgi ekki gæðastýringu þýði það ekki að gæði kjötsins séu minni. „Varan er metin í sláturhúsi gegnum kjötmat og eftirlit dýralækna. Ég hef ekki séð neinn halda því fram að það sé gæðamunur á afurðunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að stuðla að betri búskaparháttum.“ Steinþór segir að engin umræða hafi verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt.“ Tilgangur gæðastýringar að búa beturGæðastýringu í sauðfjárrækt var komið á með reglugerð árið 2000. Það sem vegur þyngst í gæðastýringu er krafan um skynsamlega nýtingu beitilands. Við kaup á gæðastýrðu kjöti er því hægt að ganga að því vísu að við framleiðsluna hafi ekki verið gengið of nærri landinu með ofbeit. Þess er krafist að bændur skili inn upplýsingum um lyfjanotkun og veikindi dýra sem og áburðarnotkun á tún og fóðurmagn til skepnanna.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira