Átti ekki að spara? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. júlí 2014 06:00 Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun