Erlent

Þrýst á Rússa að stöða vopnaflutning yfir landamærin

ingvar haraldsson skrifar
Mikil eyðilegging Ekið framhjá sprengjugíg nálægt borginni Slavyansk sem stjórnarherinn náði tökum á um síðustu helgi.
Mikil eyðilegging Ekið framhjá sprengjugíg nálægt borginni Slavyansk sem stjórnarherinn náði tökum á um síðustu helgi. nordicphotos/afp
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande forseti Frakklands þrýsta nú á Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að komið verði í veg fyrir að vopn berist yfir rússnesku landamærin til uppreisnarmanna í Úkraínu.

Rússar gáfu út í gær að hugsanlegt væri að Úkraínumenn fái að sinna landamæraeftirliti með Rússum til að koma í veg fyrir að fleiri vopn berist yfir landamærin.

Stórveldin þrjú hafa öll lýst því yfir að brýnt sé að vopnahlé komist á sem fyrst í Úkraínu.

Úkraínski herinn hefur sótt á síðustu daga. Um helgina náði herinn völdum í einu höfuðvígi uppreisnarmanna, borginni Slovyansk í austurhluta Úkraínu.

Samkvæmt fréttaveitunni AP hefur talsverðrar óeiningar orðið vart meðal uppreisnarmanna og hefur hluti þeirra lagt niður vopn. Þeir telja Rússa hafa svikið sig auk þess sem margir þeirra hafa ekki fengið greitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×