Chia-grautur og fagleg vinnubrögð Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2014 07:00 Litla þjóðin sem fyrir svo stuttu síðan sat á moldargólfi í torfbæ og drakk mysu skiptist nú á uppskriftum á chia-grautum á Facebook og ræðir kosti og galla HD-útsendinga frá heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar geta verið stoltir af því að vera fljótir að tileinka sér nýjungar og vera óhræddir við tækni og framfarir. Orðspor okkar hefur jafnvel náð út fyrir landsteinana og þar erum við víst talin frábær í að takast á við ný og krefjandi verkefni enda til í allt (heyrt á hárgreiðslustofu). Það sem er kannski lýsandi fyrir það hversu greiðan aðgang nýjungar eiga að Íslendingum er chia-grautur. Chia-grautur er frekar dýr vara sem hefur slepjukennda áferð og er smá vesen að útbúa. Fyrir 1.800 krónur má kaupa grátt slím sem minnir helst á einhverja óhugnanlega framtíðarmynd. Á örskömmum tíma hefur hann leyst af hafragrautinn, ristaða brauðið og jógúrtina. Ég er stolt af því að vera hluti af þessari litlu þjóð sem hefur þróast á undraverðum hraða og sýnt heiminum að við séum alvöru leikmenn sem komast næstum því á HM. Ég er líka orðin þreytt á því að gömul vinnubrögð og skortur á fagmennsku sé hin hliðin á sama peningi. Þá er ég kannski komin að punktinum, fylgja þessum nýjungum og framförum í tækni ný vinnubrögð? Þær framfarir sem felast í því að skipa nefnd sem meta á hæfi seðlabankastjóra mega ekki felast í því að nefndin hittist á Skype og póki hvert annað á Facebook, heldur í faglegu vali nefndarmanna og faglegri vinnu nefndarinnar. Gæði Háskóla Íslands sem óháðrar stofnunar geta ekki falist í spjaldtölvuvæðingu heldur því smáverkefni að stimpla ekki hvað sem er sem óháða úttekt í eigin nafni. Ég rauk til og keypti chia-graut og mallaði eitthvað í flýti í eldhúsinu og endaði uppi með eitthvað hræðilegt grátt slím sem ég slafraði í mig í nafni framfara. Við erum komin með nýjungarnar, við erum óhrædd og hugrökk. Núna þurfum við bara að tryggja vönduð vinnubrögð og þá lukkast þetta vel. Eftir ábendingar á Facebook í gær lærði ég að möndlumjólk og kíví eru lykillinn að vel lukkuðum chia-graut. Þar hafið þið það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Litla þjóðin sem fyrir svo stuttu síðan sat á moldargólfi í torfbæ og drakk mysu skiptist nú á uppskriftum á chia-grautum á Facebook og ræðir kosti og galla HD-útsendinga frá heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar geta verið stoltir af því að vera fljótir að tileinka sér nýjungar og vera óhræddir við tækni og framfarir. Orðspor okkar hefur jafnvel náð út fyrir landsteinana og þar erum við víst talin frábær í að takast á við ný og krefjandi verkefni enda til í allt (heyrt á hárgreiðslustofu). Það sem er kannski lýsandi fyrir það hversu greiðan aðgang nýjungar eiga að Íslendingum er chia-grautur. Chia-grautur er frekar dýr vara sem hefur slepjukennda áferð og er smá vesen að útbúa. Fyrir 1.800 krónur má kaupa grátt slím sem minnir helst á einhverja óhugnanlega framtíðarmynd. Á örskömmum tíma hefur hann leyst af hafragrautinn, ristaða brauðið og jógúrtina. Ég er stolt af því að vera hluti af þessari litlu þjóð sem hefur þróast á undraverðum hraða og sýnt heiminum að við séum alvöru leikmenn sem komast næstum því á HM. Ég er líka orðin þreytt á því að gömul vinnubrögð og skortur á fagmennsku sé hin hliðin á sama peningi. Þá er ég kannski komin að punktinum, fylgja þessum nýjungum og framförum í tækni ný vinnubrögð? Þær framfarir sem felast í því að skipa nefnd sem meta á hæfi seðlabankastjóra mega ekki felast í því að nefndin hittist á Skype og póki hvert annað á Facebook, heldur í faglegu vali nefndarmanna og faglegri vinnu nefndarinnar. Gæði Háskóla Íslands sem óháðrar stofnunar geta ekki falist í spjaldtölvuvæðingu heldur því smáverkefni að stimpla ekki hvað sem er sem óháða úttekt í eigin nafni. Ég rauk til og keypti chia-graut og mallaði eitthvað í flýti í eldhúsinu og endaði uppi með eitthvað hræðilegt grátt slím sem ég slafraði í mig í nafni framfara. Við erum komin með nýjungarnar, við erum óhrædd og hugrökk. Núna þurfum við bara að tryggja vönduð vinnubrögð og þá lukkast þetta vel. Eftir ábendingar á Facebook í gær lærði ég að möndlumjólk og kíví eru lykillinn að vel lukkuðum chia-graut. Þar hafið þið það.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun