Segir að matvælaeftirlit í Bandaríkjunum sé gott Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Bannað er að flytja inn kjöt af dýrum sem hafa verið sprautuð með vaxtarhormónum. fréttablaðið/stefán. Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. „Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2. Charlotta bendir á að samkvæmt matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu strangar reglur um innflutning á kjöti til Evrópusambandsins hvað varðar eldi og uppeldi dýranna, slátrun, verkun og vinnslu. „Það má ekki slátra dýrum sem eru með einhver lyf í skrokknum og svo eru sjúkdómavarnir mjög strangar. Ef upp kemur einhver sjúkdómur eða annað sem veldur því að kjötið ætti ekki að fara í fæðuhringinn þá er bæði fylgst með því og settar hömlur,“ segir Charlotta. Eftirlitsstofnanir á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Matvælastofnun ESB fylgist með þessu og geri úttektir á sjúkdómavörnum í löndunum. Bæði sé um að ræða almennar úttektir og svo sé jafnvel farið sértækt í ákveðnar vinnslustöðvar. „Þessar vinnslustöðvar sem flytja inn kjöt til Evrópusambandsins þurfa að vera með samþykkisnúmer sem er samþykkt af Evrópusambandinu,“ segir Charlotta. Auðvelt sé að nálgast upplýsingar um það hvaða vinnslustöðvar séu samþykktar. Charlotta bendir á að á Íslandi sé aftur á móti innflutningsbann á hráu kjöti en samkvæmt reglugerð frá 2012 sé hægt að sækja um undanþágu frá þessu banni. Ströng skilyrði séu fyrir slíkum undanþágum og mikilla upplýsinga um kjötið sé krafist. Matvælastofnun segir Charlotta að hafi stundum gefið neikvæðar umsagnir um innflutning á kjöti sem framleitt er í ríkjum utan Evrópusambandsins jafnvel þó að það sé samþykkt inn í Evrópusambandið. Það séu strangari sjúkdómseftirlitskröfur á Íslandi en í Evrópusambandinu. „Þannig að það er ekki frípassi þó að kjötið sé komið til dæmis til Hollands, að það komist hingað. Evrópusambandið leggur aðallega áherslu á ákveðna sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki en ekki á sjúkdóma sem þeir eru þegar búnir að fá til sín. Þeir sjúkdómar eru kannski ekki komnir hingað.“ Miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem framleitt sé í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott. „Við höfum góða ástæðu til að treysta á eftirlitskerfið hvað það varðar,“ segir Charlotta. Þá segir hún Ástralíu og Nýja-Sjáland líka laust við sjúkdóma. „Við könnum upprunalandið og ef okkur þykir áhættan á sjúkdómum vera í lágmarki þá þurfum við að þekkja starfsstöðina og hvort hún er samþykkt.“ Kannað sé hvort starfsstöðin noti lyf eða vaxtarhvetjandi hormón. Innflutningur á kjöti sem komi frá starfsstöðvum sem noti slík lyf sé þá bannaður. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. „Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2. Charlotta bendir á að samkvæmt matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu strangar reglur um innflutning á kjöti til Evrópusambandsins hvað varðar eldi og uppeldi dýranna, slátrun, verkun og vinnslu. „Það má ekki slátra dýrum sem eru með einhver lyf í skrokknum og svo eru sjúkdómavarnir mjög strangar. Ef upp kemur einhver sjúkdómur eða annað sem veldur því að kjötið ætti ekki að fara í fæðuhringinn þá er bæði fylgst með því og settar hömlur,“ segir Charlotta. Eftirlitsstofnanir á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Matvælastofnun ESB fylgist með þessu og geri úttektir á sjúkdómavörnum í löndunum. Bæði sé um að ræða almennar úttektir og svo sé jafnvel farið sértækt í ákveðnar vinnslustöðvar. „Þessar vinnslustöðvar sem flytja inn kjöt til Evrópusambandsins þurfa að vera með samþykkisnúmer sem er samþykkt af Evrópusambandinu,“ segir Charlotta. Auðvelt sé að nálgast upplýsingar um það hvaða vinnslustöðvar séu samþykktar. Charlotta bendir á að á Íslandi sé aftur á móti innflutningsbann á hráu kjöti en samkvæmt reglugerð frá 2012 sé hægt að sækja um undanþágu frá þessu banni. Ströng skilyrði séu fyrir slíkum undanþágum og mikilla upplýsinga um kjötið sé krafist. Matvælastofnun segir Charlotta að hafi stundum gefið neikvæðar umsagnir um innflutning á kjöti sem framleitt er í ríkjum utan Evrópusambandsins jafnvel þó að það sé samþykkt inn í Evrópusambandið. Það séu strangari sjúkdómseftirlitskröfur á Íslandi en í Evrópusambandinu. „Þannig að það er ekki frípassi þó að kjötið sé komið til dæmis til Hollands, að það komist hingað. Evrópusambandið leggur aðallega áherslu á ákveðna sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki en ekki á sjúkdóma sem þeir eru þegar búnir að fá til sín. Þeir sjúkdómar eru kannski ekki komnir hingað.“ Miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem framleitt sé í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott. „Við höfum góða ástæðu til að treysta á eftirlitskerfið hvað það varðar,“ segir Charlotta. Þá segir hún Ástralíu og Nýja-Sjáland líka laust við sjúkdóma. „Við könnum upprunalandið og ef okkur þykir áhættan á sjúkdómum vera í lágmarki þá þurfum við að þekkja starfsstöðina og hvort hún er samþykkt.“ Kannað sé hvort starfsstöðin noti lyf eða vaxtarhvetjandi hormón. Innflutningur á kjöti sem komi frá starfsstöðvum sem noti slík lyf sé þá bannaður.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira