Magablæðingum fjölgar í takt við verkjalyfjanotkun Ingvar Haraldsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Auður Elín segir það mögulegt að bólgueyðandi lyf séu keypt í lausasölu án nauðsynlegrar fræðslu. Tilfellum af blæðingu í meltingarvegi hefur fjölgað um 47 prósent samhliða því að sala bólgueyðandi lyfja á borð við Íbúfen, Voltaren, Magnyl og Alka Seltzer hefur aukist um fimmtung síðastliðinn áratug. Þetta segir í niðurstöðum nýútgefinnar meistararitgerðar Auðar Elínar Finnbogadóttur lyfjafræðings. Auður Elín segir samband milli notkunar bólgueyðandi lyfja og blæðingar í meltingarvegi vera þekkt. „Það er þó ekki hægt að fullyrða að aukin notkun bólgueyðandi lyfja valdi aukinni tíðni blæðingar í meltingarvegi. Til að fullyrða það þyrfti frekari rannsóknir. Niðurstöðurnar eru engu að síður hvati fyrir aukna umræðu um notkun bólgueyðandi lyfja og hvort einstaklingar noti lyfin rétt.“ Lyfin eru flest seld í lausasölu og því segir Auður: „Það er því alltaf spurning hvort þau séu keypt án fræðslu um mögulegar aukaverkanir. Það fylgja alltaf fylgiseðlar en það er spurning hversu margir lesa þá.“Lárus Steinþór GuðmundssonPáll Torfi Önundarson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir notkun bólgueyðandi lyfja við verkjum vera of mikla á Íslandi. „Ef fólk er með verk en ekki bólgu ætti það fremur að taka Panódíl en ekki bólgueyðandi lyf á borð við Íbúfen. Þessi lyf eru sýrur sem geta valdið ertingu í maga og jafnvel blæðingum.“ Páll Torfi bætir við: „Sumir fá í magann af þessum lyfjum og taka þá sýrustillandi lyf í stað þess að skipta um lyf.“ Lárus Steinþór Guðmundsson, sérfræðingur hjá landlæknisembættinu, sem leiðbeindi Auði við ritgerðina, segir: „Ef fólk tekur bólgueyðandi lyf um lengri tíma er alltaf hætta á að það hafi afleiðingar.“ Lárus telur því „mikilvægt að fólk hafi áreiðanlegar upplýsingar áður en það tekur inn lyf. Til þess er best að skoða fylgiseðla sem eru aðgengilegir inni á serlyfjaskra.is.“ Lárus útilokar ekki að efla þurfi fræðslu varðandi notkun bólgueyðandi lyfja af hálfu landlæknisembættisins. Jóhann Páll Hreinsson, sem nú vinnur að doktorsverkefni um blæðingar frá meltingarvegi segir: „Aldraðir og nýrnaveikir ættu helst ekki að taka bólgueyðandi lyf.“ Lyf Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tilfellum af blæðingu í meltingarvegi hefur fjölgað um 47 prósent samhliða því að sala bólgueyðandi lyfja á borð við Íbúfen, Voltaren, Magnyl og Alka Seltzer hefur aukist um fimmtung síðastliðinn áratug. Þetta segir í niðurstöðum nýútgefinnar meistararitgerðar Auðar Elínar Finnbogadóttur lyfjafræðings. Auður Elín segir samband milli notkunar bólgueyðandi lyfja og blæðingar í meltingarvegi vera þekkt. „Það er þó ekki hægt að fullyrða að aukin notkun bólgueyðandi lyfja valdi aukinni tíðni blæðingar í meltingarvegi. Til að fullyrða það þyrfti frekari rannsóknir. Niðurstöðurnar eru engu að síður hvati fyrir aukna umræðu um notkun bólgueyðandi lyfja og hvort einstaklingar noti lyfin rétt.“ Lyfin eru flest seld í lausasölu og því segir Auður: „Það er því alltaf spurning hvort þau séu keypt án fræðslu um mögulegar aukaverkanir. Það fylgja alltaf fylgiseðlar en það er spurning hversu margir lesa þá.“Lárus Steinþór GuðmundssonPáll Torfi Önundarson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir notkun bólgueyðandi lyfja við verkjum vera of mikla á Íslandi. „Ef fólk er með verk en ekki bólgu ætti það fremur að taka Panódíl en ekki bólgueyðandi lyf á borð við Íbúfen. Þessi lyf eru sýrur sem geta valdið ertingu í maga og jafnvel blæðingum.“ Páll Torfi bætir við: „Sumir fá í magann af þessum lyfjum og taka þá sýrustillandi lyf í stað þess að skipta um lyf.“ Lárus Steinþór Guðmundsson, sérfræðingur hjá landlæknisembættinu, sem leiðbeindi Auði við ritgerðina, segir: „Ef fólk tekur bólgueyðandi lyf um lengri tíma er alltaf hætta á að það hafi afleiðingar.“ Lárus telur því „mikilvægt að fólk hafi áreiðanlegar upplýsingar áður en það tekur inn lyf. Til þess er best að skoða fylgiseðla sem eru aðgengilegir inni á serlyfjaskra.is.“ Lárus útilokar ekki að efla þurfi fræðslu varðandi notkun bólgueyðandi lyfja af hálfu landlæknisembættisins. Jóhann Páll Hreinsson, sem nú vinnur að doktorsverkefni um blæðingar frá meltingarvegi segir: „Aldraðir og nýrnaveikir ættu helst ekki að taka bólgueyðandi lyf.“
Lyf Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira