Gunnar Páll: Aníta í sínu allra besta formi 22. júlí 2014 07:00 Aníta Hinriksdóttir verður í harðri baráttu um verðlaun í Eugene. vísir/vilhelm Í dag hefur Aníta Hinriksdóttir keppni á HM nítján ára og yngri í Bandaríkjunum en keppt er á hinum sögufræga frjálsíþróttavelli í Eugene í Oregon-fylki. Alls á Ísland fimm keppendur á mótinu en Aníta keppir fyrst þegar undanrásir hefjast í 800 m hlaupi í dag. Undanúrslit fara fram á morgun og úrslitahlaupið aðfaranótt föstudags. Gunnar Páll Jóakimsson er þjálfari Anítu og í forsvari fyrir íslenska hópinn í Eugene. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel en Aníta hefur síðustu daga æft í nágrannabænum Salem. „Þar vorum við með þýska og svissneska landsliðinu og allt eins og best verður á kosið,“ sagði Gunnar Páll í samtali við Fréttablaðið í gær. „Andinn í hópnum er mjög góður og allir hér eru tilbúnir til að gera sitt besta.“Á að toppa í Eugene Aníta er ríkjandi heimsmeistari sautján ára og yngri í greininni sem og Evrópumeistari nítján ára og yngri eftir frábært keppnistímabil í fyrra. Hennar besta hlaup var þó á sterku móti í Mannheim þar sem hún bætti Íslandsmet sitt í greininni sem stendur enn. Gunnar Páll hefur þó ekki áhyggjur af því að Aníta hefur ekki verið nálægt sínum allra besta tíma í sumar. Það eigi sér eðlilegar skýringar. „Til þess að ná sínu allra besta þarf að taka þátt í hlaupum þar sem samkeppnin er sem mest. Við hefðum getað elt 1-2 svoleiðis mót í sumar en ákváðum frekar að miða allan undirbúning við þetta mót. Nú er hún í sínu allra besta formi,“ segir Gunnar Páll. Alls eiga sex stúlkur betri tíma en Aníta í greininni á þessu ári en í þeim hópi eru aðeins tvær sem eiga betri tíma á árinu en Íslandsmet Anítu, 2:00,49 mínútur. Þær eru Sahily Diago frá Kúbu og hin enska Jessica Judd, sem er ekki meðal þátttakenda í Eugene þar sem hún býr sig nú undir Samveldisleikana í Glasgow.vísir/daníelMary Cain frá Bandaríkjunum er einnig í þessum hópi en valdi að keppa fremur í 3.000 metra hlaupi en 800 metrum. Hið sama má segja um Gildu Casanovu frá Kúbu sem keppir í 400 m hlaupi. Auk Diago eru Zeytuna Mohammed frá Eþíópíu og hin ástralska Georgia Wassall báðar með í 800 m hlaupinu og má reikna með að þær muni veita Anítu harða samkeppni um verðlaun í greininni. Diago á best 1:57,74 mínútur sem var um tíma besti tími ársins í flokki fullorðinna. Hún telst því sigurstranglegust í Eugene en Gunnar Páll reiknar þó ekki með yfirburðum hennar. „Þó svo að hún eigi talsvert betri tíma en aðrir þá tel ég allar líkur á að keppnin í greininni verði mjög jöfn,“ segir hann.Sterkur íslenskur hópur Gunnar Páll hefur fengið sterk viðbrögð við því hversu sterkan hóp keppenda Ísland á að þessu sinni. Sindri Hrafn Guðmundsson [spjótkast], Hilmar Örn Jónsson [sleggjukast], Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson [báðir 200 m hlaup] verða einnig í eldlínunni og vonar Gunnar Páll að þeir tveir fyrstnefndu geti blandað sér í baráttu um verðlaun. „Þeir eiga báðir góðan möguleika á að komast í úrslit og þá getur allt gerst. Reynsla þeirra af stórmótum er ekki jafn mikil og reynsla Anítu en þeir geta vel náð langt. Spretthlaupararnir hafa sýnt miklar framfarir þó svo að við reiknum ekki með þeim í úrslitum. Þeir hafa engu að síður staðið sig gríðarlega vel,“ segir Gunnar Páll og bætir við að fjöldi keppenda sé styrkleiki út af fyrir sig. „Þau veita hvert öðru mikinn stuðning,“ segir hann.Eiríkur Stefán Ásgeirsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Í dag hefur Aníta Hinriksdóttir keppni á HM nítján ára og yngri í Bandaríkjunum en keppt er á hinum sögufræga frjálsíþróttavelli í Eugene í Oregon-fylki. Alls á Ísland fimm keppendur á mótinu en Aníta keppir fyrst þegar undanrásir hefjast í 800 m hlaupi í dag. Undanúrslit fara fram á morgun og úrslitahlaupið aðfaranótt föstudags. Gunnar Páll Jóakimsson er þjálfari Anítu og í forsvari fyrir íslenska hópinn í Eugene. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel en Aníta hefur síðustu daga æft í nágrannabænum Salem. „Þar vorum við með þýska og svissneska landsliðinu og allt eins og best verður á kosið,“ sagði Gunnar Páll í samtali við Fréttablaðið í gær. „Andinn í hópnum er mjög góður og allir hér eru tilbúnir til að gera sitt besta.“Á að toppa í Eugene Aníta er ríkjandi heimsmeistari sautján ára og yngri í greininni sem og Evrópumeistari nítján ára og yngri eftir frábært keppnistímabil í fyrra. Hennar besta hlaup var þó á sterku móti í Mannheim þar sem hún bætti Íslandsmet sitt í greininni sem stendur enn. Gunnar Páll hefur þó ekki áhyggjur af því að Aníta hefur ekki verið nálægt sínum allra besta tíma í sumar. Það eigi sér eðlilegar skýringar. „Til þess að ná sínu allra besta þarf að taka þátt í hlaupum þar sem samkeppnin er sem mest. Við hefðum getað elt 1-2 svoleiðis mót í sumar en ákváðum frekar að miða allan undirbúning við þetta mót. Nú er hún í sínu allra besta formi,“ segir Gunnar Páll. Alls eiga sex stúlkur betri tíma en Aníta í greininni á þessu ári en í þeim hópi eru aðeins tvær sem eiga betri tíma á árinu en Íslandsmet Anítu, 2:00,49 mínútur. Þær eru Sahily Diago frá Kúbu og hin enska Jessica Judd, sem er ekki meðal þátttakenda í Eugene þar sem hún býr sig nú undir Samveldisleikana í Glasgow.vísir/daníelMary Cain frá Bandaríkjunum er einnig í þessum hópi en valdi að keppa fremur í 3.000 metra hlaupi en 800 metrum. Hið sama má segja um Gildu Casanovu frá Kúbu sem keppir í 400 m hlaupi. Auk Diago eru Zeytuna Mohammed frá Eþíópíu og hin ástralska Georgia Wassall báðar með í 800 m hlaupinu og má reikna með að þær muni veita Anítu harða samkeppni um verðlaun í greininni. Diago á best 1:57,74 mínútur sem var um tíma besti tími ársins í flokki fullorðinna. Hún telst því sigurstranglegust í Eugene en Gunnar Páll reiknar þó ekki með yfirburðum hennar. „Þó svo að hún eigi talsvert betri tíma en aðrir þá tel ég allar líkur á að keppnin í greininni verði mjög jöfn,“ segir hann.Sterkur íslenskur hópur Gunnar Páll hefur fengið sterk viðbrögð við því hversu sterkan hóp keppenda Ísland á að þessu sinni. Sindri Hrafn Guðmundsson [spjótkast], Hilmar Örn Jónsson [sleggjukast], Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson [báðir 200 m hlaup] verða einnig í eldlínunni og vonar Gunnar Páll að þeir tveir fyrstnefndu geti blandað sér í baráttu um verðlaun. „Þeir eiga báðir góðan möguleika á að komast í úrslit og þá getur allt gerst. Reynsla þeirra af stórmótum er ekki jafn mikil og reynsla Anítu en þeir geta vel náð langt. Spretthlaupararnir hafa sýnt miklar framfarir þó svo að við reiknum ekki með þeim í úrslitum. Þeir hafa engu að síður staðið sig gríðarlega vel,“ segir Gunnar Páll og bætir við að fjöldi keppenda sé styrkleiki út af fyrir sig. „Þau veita hvert öðru mikinn stuðning,“ segir hann.Eiríkur Stefán Ásgeirsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti