„Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann.
„Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“
Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár.
„Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.

„Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur.
„Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“
Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis.