Gefa út plötu ókeypis á netinu Baldvin Þormóðsson skrifar 26. júlí 2014 13:30 Hugar „Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis. Tónlist Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis.
Tónlist Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira