
Taka á upp friðarviðræður á ný
Langflest fórnarlömbin eru saklausir Palestínumenn sem ekki eiga þess kost að flýja átökin á lokuðu Gasa-svæðinu. Margir þeirra eru börn. Ísraelsríki hefur rétt til sjálfsvarnar en stjórnvöld verða að fylgja alþjóðalögum og forðast tjón meðal óbreyttra borgara.
Í átökunum ber Ísrael sérstaka ábyrgð sem hernámsveldi, með yfirburðastöðu í hernaðarmætti. Við fordæmum ofbeldi sem ísraelsk stjórnvöld hafa beitt langt umfram tilefni. Það gengur þvert á þjóðarétt og grundvallarreglur mannréttinda.
Refsiaðgerðum á að beita komist ekki á vopnahlé
Við fordæmum einnig eldflaugaárásir Hamas-samtakanna. Evrópusambandið telur Hamas til hermdarverkahópa, og samtökin beita aðferðum sem ekki verður unað. Til að nokkur kostur sé á að árangur náist í friðarferlinu verður ofbeldinu að linna. Ofbeldi og hatur leiða af sér meira hatur og ofbeldi í eilífum vítahring.
Báðir deiluaðilar verða að hlíta kröfum SÞ og alþjóðasamfélagsins um varanlegt vopnahlé. Þann aðilanna sem ekki gengst inn á vopnahlé, eða báða, verður að beita refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Samhliða friðarviðræðum ber að setja á stofn óháða rannsóknarnefnd sem kannar mannréttindabrot stríðsaðila í átökunum. Virða á hina mikilvægu grunnreglu um að þeir sem grunaðir eru um stríðsglæpi sæti ákæru fyrir rétti eins og aðrir afbrotamenn.
Vopnahléinu verður að fylgja strax eftir með raunverulegum friðarviðræðum undir alþjóðlegri forystu. Friðarsamningar sem byggjast á reglum þjóðaréttarins eru eina leiðin úr því öngþveiti á svæðinu sem raun ber vitni. Raunverulegir friðarsamningar eru einnig eini möguleikinn til að bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn geti búið við annað en látlaust ofbeldi, vonlausa framtíð og brostna drauma.
Dvöl alþjóðaherliðs á svæðinu kann að reynast nauðsynleg forsenda friðarsamninga. Norrænu ríkin eiga að lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum.
Til að samningar leiði til friðar og stöðugleika þurfa þeir að varða bæði rætur átakanna sem nú hafa staðið í rúma sex áratugi og veita lausn á daglegum raunum Palestínumanna og Ísraelsmanna.
Sérmerkja á vörur frá hernumdum svæðum
Ísraelsríki verður að hætta hernámi sínu á Vesturbakkanum, vinda ofan af búsetustefnunni sem felur í sér stöðuga innlimun hernuminna landsvæða og létta herkvínni af Gasa-svæðinu. Við teljum æskilegt að vörur sem framleiddar eru í ísraelskum byggðum á hernumda svæðinu verði merktar sérstaklega til að neytendum gefist kostur á að kaupa þær ekki.
Við ráðum fyrirtækjum frá því að versla með vöru og þjónustu sem á uppruna sinn í ísraelskum byggðum á hernumdu svæðunum. Við hyggjumst beita okkur á alþjóðavettvangi fyrir aðgerðum gegn slíkri vöru.
Landamærin að Gasa-svæðinu verður að opna fyrir mannúðaraðstoð, fólki og verslun. Að þessu leyti ber Egyptalandsstjórn sérstaka ábyrgð. Ástand mannúðarmála og efnahagsástandið á Gasa verður að bæta. Hörmungarástandið nú er eitt og sér ógn við frið og lýðræðisþróun á Gasa.
Það er forsenda sanngjarnrar niðurstöðu í friðarsamningum að öllum hermdarverkum verði hætt og að báðir aðilar leggi sig fram um að koma í veg fyrir hermdarverkastarfsemi sjálfstæðra hópa og samtaka.
Jafnaðarmenn hafa í rúm 40 ár beitt sér fyrir sanngjörnu og varanlegu friðarsamkomulagi í átökunum milli Ísraels og Palestínu.
Reynslan hefur sannfært okkur um að tveggjaríkjalausnin, byggð á grundvallarsjónarmiðum þjóðaréttarins, er eina ráðið til að binda enda á deiluna og tryggja réttmætar kröfur bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi.
Tveggja ríkja lausn krefst hins vegar að sjálfsögðu einnig gagnkvæmrar viðurkenningar og vilja til friðsamlegrar sambúðar.
Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, Noregi
Stefan Löfven, formaður Jafnaðarflokksins, Svíþjóð
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Íslandi
Antti Rinne, formaður Jafnaðarflokksins, Finnlandi
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar