Hætta ferðamanna á smiti hverfandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Læknir án landamæra. Hlífðarbúnaður settur upp í Donka-sjúkrahúsinu í Conakry í Gíneu. Nordicphotos/AFP Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. Veiran breiddist fljótlega út til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fjölgar nú hratt. „Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur alls 1.201 einstaklingur veikst af völdum veirunnar, þar af hafa 672 látist,“ segir í umfjöllun landlæknis. 21. til 23. júlí var tilkynnt um 108 tilfelli frá löndunum þremur, flest í Síerra Leóne. „Smitleiðir ebólaveirunnar eru með snertismiti, það er með beinni snertingu við blóð og aðra líkamsvessa fólks sem hefur veikst eða látist af völdum veirunnar. Einnig er hægt að smitast af hlutum sem nýlega hafa mengast með líkamsvessum sjúklinga sem og lifandi og dauðum villtum dýrum.“ Þeir sem hafa orðið fyrir smiti eru fyrst og fremst sagðir þeir sem annast sjúklinga og eru þar fjölskyldumeðlimir og heilbrigðisstarfsmenn í mestri hættu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins mæla ekki gegn ferðalögum til landanna þar sem ebólasmit hefur komið upp, enda sé smithætta ferðamanna hverfandi lítil.Ráð til ferðalanga á ebólaslóðumHeilbrigðisyfirvöld mælast til þess að ferðafólk í löndum þar sem ebóla hefur komið upp forðist beina snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa frá einstaklingi sem hefur smitast eða er með einkenni ebólasýkingar; snertingu við lifandi eða dauð, villt dýr eða hrátt eða ófullnægjandi hitameðhöndlað kjöt villtra dýra; óvarin kynmök við einstakling með ebólasýkingu í að minnsta kosti sjö vikur eftir að veikindin gengu yfir; og snertingu við sérhvern hlut sem mengast hefur af blóði eða öðrum líkamsvessum sjúklings.Meðgöngutími sjúkdómsins, það er tími frá smiti þar til einkenni koma í ljós, er tveir til 21 dagur. Á þeim tíma er einstaklingurinn ekki smitandi því smit getur einungis borist frá þeim sem eru með einkenni sýkingarinnar eða eru látnir af völdum hennar. Ebóla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. Veiran breiddist fljótlega út til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fjölgar nú hratt. „Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur alls 1.201 einstaklingur veikst af völdum veirunnar, þar af hafa 672 látist,“ segir í umfjöllun landlæknis. 21. til 23. júlí var tilkynnt um 108 tilfelli frá löndunum þremur, flest í Síerra Leóne. „Smitleiðir ebólaveirunnar eru með snertismiti, það er með beinni snertingu við blóð og aðra líkamsvessa fólks sem hefur veikst eða látist af völdum veirunnar. Einnig er hægt að smitast af hlutum sem nýlega hafa mengast með líkamsvessum sjúklinga sem og lifandi og dauðum villtum dýrum.“ Þeir sem hafa orðið fyrir smiti eru fyrst og fremst sagðir þeir sem annast sjúklinga og eru þar fjölskyldumeðlimir og heilbrigðisstarfsmenn í mestri hættu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins mæla ekki gegn ferðalögum til landanna þar sem ebólasmit hefur komið upp, enda sé smithætta ferðamanna hverfandi lítil.Ráð til ferðalanga á ebólaslóðumHeilbrigðisyfirvöld mælast til þess að ferðafólk í löndum þar sem ebóla hefur komið upp forðist beina snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa frá einstaklingi sem hefur smitast eða er með einkenni ebólasýkingar; snertingu við lifandi eða dauð, villt dýr eða hrátt eða ófullnægjandi hitameðhöndlað kjöt villtra dýra; óvarin kynmök við einstakling með ebólasýkingu í að minnsta kosti sjö vikur eftir að veikindin gengu yfir; og snertingu við sérhvern hlut sem mengast hefur af blóði eða öðrum líkamsvessum sjúklings.Meðgöngutími sjúkdómsins, það er tími frá smiti þar til einkenni koma í ljós, er tveir til 21 dagur. Á þeim tíma er einstaklingurinn ekki smitandi því smit getur einungis borist frá þeim sem eru með einkenni sýkingarinnar eða eru látnir af völdum hennar.
Ebóla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira