Adams tekur líklega þátt í gleðigöngunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2014 11:00 Tónlistarmaðurinn Bryan Adams ætlar að taka þátt í gleðigöngunni um helgina. Vísir/Getty „Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mannréttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í gönguna og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tónleikum kanadíska tónlistarmannsins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheitum á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guðbjartur við. Spurður út í kröfulista kanadísku goðsagnarinnar segist Guðbjartur hann hófsaman og heilbrigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekkur ekki einu sinni mjólk né borðar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmetisveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleikaferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanóleikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur fengið gríðarlega góða dóma alls staðar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mannréttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í gönguna og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tónleikum kanadíska tónlistarmannsins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheitum á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guðbjartur við. Spurður út í kröfulista kanadísku goðsagnarinnar segist Guðbjartur hann hófsaman og heilbrigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekkur ekki einu sinni mjólk né borðar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmetisveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleikaferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanóleikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur fengið gríðarlega góða dóma alls staðar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira