Vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2014 06:30 Aníta, hér til hægri í hlaupinu í gær. Vísir/Getty Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira