Mótfallinn styttingu náms Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 22:08 Breytingar í farvatninu MR stefnir að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur. Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira