Rúnar Páll: Kemur í ljós hvernig leikurinn þróast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2014 06:30 Stjörnumenn hafa haft ástæðu til að fagna í sumar. vísir/Daníel Klukkan 21:00 í kvöld verður flautað til leiks í leik Stjörnunnar og Inter frá Mílanó í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Gengi Stjörnunnar í Evrópudeildinni í sumar hefur verið lyginni líkast, en Garðabæjarliðið hefur nú þegar slegið út þrjá andstæðinga; Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og pólska liðið Lech Poznan. Í kvöld er hins vegar komið að stærstu prófrauninni, átjánföldum Ítalíumeisturum Inter. Verkefnið er ærið, en þrátt fyrir það er þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, hvergi banginn: „Stemningin í okkar röðum er mjög góð og við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið eftir æfingu Stjörnumanna á Laugardalsvelli í gær. Hann segir það hafa gengið vel að halda spennustiginu niðri hjá sínum mönnum: „Spennustigið er ágætt, en það kemur betur í ljós á morgun – hvernig við byrjum leikinn og hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Rúna. Hann og aðstoðarmenn hans hafa eytt drjúgum tíma í að skoða leiki Inter á myndbandi, en ítalska liðið hefur leikið fimm æfingaleiki í sumar, m.a. gegn Real Madrid og Manchester United. Þrátt fyrir að Inter sé með gríðarlega vel mannað lið og sé mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld sér Rúnar sóknarfæri gegn ítalska stórveldinu. „Við höfum greint Inter-liðið eftir okkar bestu getu og svo verður að koma í ljós hvernig þeir stilla liðinu upp og annað slíkt. Þeir hafa spilað með tígulmiðju og færa liðið mikið yfir þar sem boltinn er. Það skapast því pláss hinum megin á vellinum og það er gríðarlega mikilvægt að við náum að skipta boltanum á milli kanta,“ sagði Rúnar að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32 Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Klukkan 21:00 í kvöld verður flautað til leiks í leik Stjörnunnar og Inter frá Mílanó í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Gengi Stjörnunnar í Evrópudeildinni í sumar hefur verið lyginni líkast, en Garðabæjarliðið hefur nú þegar slegið út þrjá andstæðinga; Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og pólska liðið Lech Poznan. Í kvöld er hins vegar komið að stærstu prófrauninni, átjánföldum Ítalíumeisturum Inter. Verkefnið er ærið, en þrátt fyrir það er þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, hvergi banginn: „Stemningin í okkar röðum er mjög góð og við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið eftir æfingu Stjörnumanna á Laugardalsvelli í gær. Hann segir það hafa gengið vel að halda spennustiginu niðri hjá sínum mönnum: „Spennustigið er ágætt, en það kemur betur í ljós á morgun – hvernig við byrjum leikinn og hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Rúna. Hann og aðstoðarmenn hans hafa eytt drjúgum tíma í að skoða leiki Inter á myndbandi, en ítalska liðið hefur leikið fimm æfingaleiki í sumar, m.a. gegn Real Madrid og Manchester United. Þrátt fyrir að Inter sé með gríðarlega vel mannað lið og sé mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld sér Rúnar sóknarfæri gegn ítalska stórveldinu. „Við höfum greint Inter-liðið eftir okkar bestu getu og svo verður að koma í ljós hvernig þeir stilla liðinu upp og annað slíkt. Þeir hafa spilað með tígulmiðju og færa liðið mikið yfir þar sem boltinn er. Það skapast því pláss hinum megin á vellinum og það er gríðarlega mikilvægt að við náum að skipta boltanum á milli kanta,“ sagði Rúnar að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32 Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30
Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32
Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30