Reynslan er ólygnust Jón Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun