Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2014 08:55 270 milljón rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Dyngjujökli á aðeins einni viku. Vísir/Vilhelm Berggangurinn undir Dyngjujökli, sem hefur verið að lengjast til norðausturs frá Bárðarbungu, nær nú líklega út fyrir jökulsporðinn. Þetta er mat jarðvísindamanna hjá Veðurstofunni. Ekkert lát er á skjálftavirkni í Dyngjujökli og hefur hún verið mikil síðustu sólarhringana. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár Veðurstofunnar, telur mikið magn kviku vera undir jöklinum og að gos sé líklegt samkvæmt þeim mælingum sem fyrir liggja.Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár Veðurstofunnar0,27 rúmkílómetrar kviku Sara telur að kvika undir Dyngjujökli núna sé um það bil 270 milljón rúmmetrar. Þetta gríðarlega mikla magn sé bæði í bergganginum og undir öskju Bárðarbungu. „Við erum að lesa af GPS-mælum okkar og reyna að bera saman við þau líkön sem við vinnum með. Með því að samlesa gögn úr ólíkum áttum getum við reynt að áætla hversu mikil kvika liggi undir jöklinum. Út frá þeim útreikningum teljum við að magn kviku, sem liggur á nokkurra kílómetra dýpi undir jöklinum, sé um 0,27 rúmkílómetrar, eða 270 milljónir rúmmetra. Þetta er nokkuð mikið magn og virknin er ennþá mjög mikil.“ Til að setja þessa kviku í samhengi þá munu um 500 þúsund rúmmetrum vera sprengd burt við gerð Vaðlaheiðarganga, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Kvikan sem jarðvísindamenn telja að sé undir jöklinum nú og bíði þess að komast upp á yfirborðið er því nóg til að fylla Vaðlaheiðargöngin 540 sinnum. Því er þetta gífurlega mikið magn af kviku sem hefur safnast saman undir jöklinum á nokkuð skömum tíma.Fimm sinnum Hvalfjarðargöng á einni viku Kvikan hefur síðan skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu verið að færa sig inn berggang sem liggur í norðaustur frá Bárðarbungu undir Dyngjujökul. Sara telur að berggangurinn sé nú um 30 kílómetra langur og stefnan hafi verið að breytast úr því að vera í norðaustur í norð-norðaustur. „Við getum séð að skjálftavirknin er mikil við bergganginn og hefur verið að aukast síðustu daga. Við metum lengd berggangsins út frá skjálftum sem mynda þyrpingar undir Dyngjujökli.“ Þessi berggangur hefur verið að myndast síðustu viku og hefur kvikan náð að bora sér alla þessa leið. Hvalfjarðargöngin eru 5.7 kílómetrar að lengd og því er berggangurinn undi Dyngjujökli orðinn fimm sinnum lengri en þau. Berggangurinn hefur lengst jafnt og þétt þó gangagerð náttúrunnar hafi tekið kipp um helgina. Telja jarðvísindamenn að hann hafi lengst um nokkra kílómetra yfir helgina. „Nú er svo komið, þegar við skoðum skjálftana við norðurenda gangsins, að við teljum að hann hafi náð undir svæði sem er jökullaust. Það þýðir að nú er möguleiki á gosi á jökullausu svæði, sem myndi aðeins þýða hraungos. Þess lags gos ylli mun minna tjóni en sprengigos undir jökli,“ segir Sara. Að hennar mati er ekkert líklegra að gos komi á jökullausu svæði frekar en undir jökli. Í raun sé lítið hægt að spá fyrir um það.Hér má sjá hvernig kvikan hefur verið að stefna til norðausturs í átt að ÖskjuMynd/VeðurstofanLíklegast að atburðarásin endi með gosi Gosóróinn á svæðinu hefur nú staðið yfir í viku. Óróinn hefur verið breytilegur á þessu tímabili en skjálftavirkninni hefur vaxið ásmegin síðustu daga. Þúsundir skjálfta mælast á mælum Veðurstofunnar daglega. Sara telur líklegt að atburðarásin sem við horfum upp á núna endi með gosi í Dyngjujökli. „Mér kæmi það ekki á óvart að við myndum sjá þetta enda með eldgosi. Mér þykir ólíklegra að þetta fjari út án þess að gos verði. Hins vegar er það alveg möguleiki og ekki hægt að útiloka það. En tímaásinn er eitthvað sem við getum ekki túlkað. Hvort þetta endi með gosi á næstu klukkustundum, næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum.“ Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Berggangurinn undir Dyngjujökli, sem hefur verið að lengjast til norðausturs frá Bárðarbungu, nær nú líklega út fyrir jökulsporðinn. Þetta er mat jarðvísindamanna hjá Veðurstofunni. Ekkert lát er á skjálftavirkni í Dyngjujökli og hefur hún verið mikil síðustu sólarhringana. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár Veðurstofunnar, telur mikið magn kviku vera undir jöklinum og að gos sé líklegt samkvæmt þeim mælingum sem fyrir liggja.Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár Veðurstofunnar0,27 rúmkílómetrar kviku Sara telur að kvika undir Dyngjujökli núna sé um það bil 270 milljón rúmmetrar. Þetta gríðarlega mikla magn sé bæði í bergganginum og undir öskju Bárðarbungu. „Við erum að lesa af GPS-mælum okkar og reyna að bera saman við þau líkön sem við vinnum með. Með því að samlesa gögn úr ólíkum áttum getum við reynt að áætla hversu mikil kvika liggi undir jöklinum. Út frá þeim útreikningum teljum við að magn kviku, sem liggur á nokkurra kílómetra dýpi undir jöklinum, sé um 0,27 rúmkílómetrar, eða 270 milljónir rúmmetra. Þetta er nokkuð mikið magn og virknin er ennþá mjög mikil.“ Til að setja þessa kviku í samhengi þá munu um 500 þúsund rúmmetrum vera sprengd burt við gerð Vaðlaheiðarganga, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Kvikan sem jarðvísindamenn telja að sé undir jöklinum nú og bíði þess að komast upp á yfirborðið er því nóg til að fylla Vaðlaheiðargöngin 540 sinnum. Því er þetta gífurlega mikið magn af kviku sem hefur safnast saman undir jöklinum á nokkuð skömum tíma.Fimm sinnum Hvalfjarðargöng á einni viku Kvikan hefur síðan skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu verið að færa sig inn berggang sem liggur í norðaustur frá Bárðarbungu undir Dyngjujökul. Sara telur að berggangurinn sé nú um 30 kílómetra langur og stefnan hafi verið að breytast úr því að vera í norðaustur í norð-norðaustur. „Við getum séð að skjálftavirknin er mikil við bergganginn og hefur verið að aukast síðustu daga. Við metum lengd berggangsins út frá skjálftum sem mynda þyrpingar undir Dyngjujökli.“ Þessi berggangur hefur verið að myndast síðustu viku og hefur kvikan náð að bora sér alla þessa leið. Hvalfjarðargöngin eru 5.7 kílómetrar að lengd og því er berggangurinn undi Dyngjujökli orðinn fimm sinnum lengri en þau. Berggangurinn hefur lengst jafnt og þétt þó gangagerð náttúrunnar hafi tekið kipp um helgina. Telja jarðvísindamenn að hann hafi lengst um nokkra kílómetra yfir helgina. „Nú er svo komið, þegar við skoðum skjálftana við norðurenda gangsins, að við teljum að hann hafi náð undir svæði sem er jökullaust. Það þýðir að nú er möguleiki á gosi á jökullausu svæði, sem myndi aðeins þýða hraungos. Þess lags gos ylli mun minna tjóni en sprengigos undir jökli,“ segir Sara. Að hennar mati er ekkert líklegra að gos komi á jökullausu svæði frekar en undir jökli. Í raun sé lítið hægt að spá fyrir um það.Hér má sjá hvernig kvikan hefur verið að stefna til norðausturs í átt að ÖskjuMynd/VeðurstofanLíklegast að atburðarásin endi með gosi Gosóróinn á svæðinu hefur nú staðið yfir í viku. Óróinn hefur verið breytilegur á þessu tímabili en skjálftavirkninni hefur vaxið ásmegin síðustu daga. Þúsundir skjálfta mælast á mælum Veðurstofunnar daglega. Sara telur líklegt að atburðarásin sem við horfum upp á núna endi með gosi í Dyngjujökli. „Mér kæmi það ekki á óvart að við myndum sjá þetta enda með eldgosi. Mér þykir ólíklegra að þetta fjari út án þess að gos verði. Hins vegar er það alveg möguleiki og ekki hægt að útiloka það. En tímaásinn er eitthvað sem við getum ekki túlkað. Hvort þetta endi með gosi á næstu klukkustundum, næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum.“
Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira