Bjarni bregst Árni Páll Árnason skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans. Það sem meiru skiptir nú eru viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins. Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa stjórnkerfinu og embættismönnum við óþarfa gagnrýni og álitshnekki. Þar bregst honum algerlega bogalistin. Þegar aðstoðarmaður ráðherra var ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram. Það er grundvallaratriði, sem allir virðast sammála um. Enginn – ekki einu sinni hörðustu málsvarnarmenn ráðherrans – hafa talið til greina koma fyrir hann að sitja áfram sem ráðherra dómsmála við þær aðstæður. Þá kemur að því hvað gerist næst. Í öllum öðrum löndum – og á öllum öðrum tímum á Íslandi - myndi það leiða til þess að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð og segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.Klæðskerasaumuð breyting En formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ráða við þá leið. Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eigin verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðuneytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra. Á undanförnum misserum hafa forystumenn ríkisstjórnarflokkanna oft nefnt að til greina komi að breyta ráðuneytaskipan. Aldrei hefur verið rætt – fyrr en nú – um að stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti. Breytingin er því ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu, heldur klæðskerasaumuð að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð. Enda var formaður flokksins að bögglast með það í nærri tvær vikur að finna út úr því hvernig væri hægt að kljúfa ráðuneytið og endaði svo á því að biðja Framsóknarflokkinn að manna það. Það er saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við að manna dómsmálaráðuneytið.Tekur undir ásakanir Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsynlegrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur nú fyrir sjónir sem flokkur sem ræður ekki við að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef ráðherrar hans gera mistök þarf að breyta ráðuneytunum til að forða ráðherrunum frá því að bera ábyrgð á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“ ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Annar hluti stjórnfestu er að standa vörð um réttan framgang mála og virða rétt eftirlitsstofnana til að vinna verk sín samkvæmt gildandi lögum. Þar bregst Bjarni líka. Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfirstandandi lögreglurannsókn í sumar voru látnar óátaldar og nú tekur hann undir ásakanir í garð umboðsmanns Alþingis, í stað þess að standa vörð um rétt umboðsmanns til að fylgja eftir máli innan gildandi lagaramma eftir eigin dómgreind. Af þessu má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ræður undir núverandi forystu ekki við að virða grunnreglur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans. Það sem meiru skiptir nú eru viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins. Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa stjórnkerfinu og embættismönnum við óþarfa gagnrýni og álitshnekki. Þar bregst honum algerlega bogalistin. Þegar aðstoðarmaður ráðherra var ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram. Það er grundvallaratriði, sem allir virðast sammála um. Enginn – ekki einu sinni hörðustu málsvarnarmenn ráðherrans – hafa talið til greina koma fyrir hann að sitja áfram sem ráðherra dómsmála við þær aðstæður. Þá kemur að því hvað gerist næst. Í öllum öðrum löndum – og á öllum öðrum tímum á Íslandi - myndi það leiða til þess að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð og segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.Klæðskerasaumuð breyting En formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ráða við þá leið. Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eigin verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðuneytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra. Á undanförnum misserum hafa forystumenn ríkisstjórnarflokkanna oft nefnt að til greina komi að breyta ráðuneytaskipan. Aldrei hefur verið rætt – fyrr en nú – um að stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti. Breytingin er því ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu, heldur klæðskerasaumuð að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð. Enda var formaður flokksins að bögglast með það í nærri tvær vikur að finna út úr því hvernig væri hægt að kljúfa ráðuneytið og endaði svo á því að biðja Framsóknarflokkinn að manna það. Það er saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við að manna dómsmálaráðuneytið.Tekur undir ásakanir Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsynlegrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur nú fyrir sjónir sem flokkur sem ræður ekki við að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef ráðherrar hans gera mistök þarf að breyta ráðuneytunum til að forða ráðherrunum frá því að bera ábyrgð á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“ ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Annar hluti stjórnfestu er að standa vörð um réttan framgang mála og virða rétt eftirlitsstofnana til að vinna verk sín samkvæmt gildandi lögum. Þar bregst Bjarni líka. Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfirstandandi lögreglurannsókn í sumar voru látnar óátaldar og nú tekur hann undir ásakanir í garð umboðsmanns Alþingis, í stað þess að standa vörð um rétt umboðsmanns til að fylgja eftir máli innan gildandi lagaramma eftir eigin dómgreind. Af þessu má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ræður undir núverandi forystu ekki við að virða grunnreglur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar