Ferðaþjónustuaðilar skipuleggja ferðir á gosstöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2014 08:15 Ferðaþjónustuaðilar eru farnir að skipuleggja ferðir á svæðið. Fréttablaðið/Egill Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“ Bárðarbunga Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“
Bárðarbunga Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira