Reið er áferðarfallegt verk Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 3. september 2014 09:30 Af sviðinu "Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf.“ Mynd/Steve Lorens DANS Reið Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Búningar: Jóní Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Sýningin Reið var síðasta verkið á Reykjavík dansfestival þetta árið. Verkið var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og hafði því yfir sér nokkuð annan blæ en þau verk sem sýnd höfðu verið á minna sviði. Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda. Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf. Verkið var þó full átakalítið svo værð sótti að áhorfendum. Þannig var fullkomið flæði danssmíðinnar of sjaldan brotið upp til að skapa spennu eða andstæður. Athyglisverðar voru þó senur þar sem Védís Kjartansdóttir stóð eða gekk rólega um á meðan hinar hlupu. Kyrrðin sem fólst í stöðu hennar jók kraftinn í hlaupum hinna og búningur hennar, sem virkaði ljósari en hinna í þessum senum, dró fram áhugaverðar andstæður á sviðinu. Útfærsla efnisins var skemmtilega einföld og skýr svo fyrir þá sem eitthvað þekkja til hrossa var auðvelt að sjá hryssur í stóði ljóslifandi fyrir sér.Niðurstaða: Áferðarfallegt en átakalítið verk. Gagnrýni Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
DANS Reið Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Búningar: Jóní Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Sýningin Reið var síðasta verkið á Reykjavík dansfestival þetta árið. Verkið var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og hafði því yfir sér nokkuð annan blæ en þau verk sem sýnd höfðu verið á minna sviði. Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda. Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf. Verkið var þó full átakalítið svo værð sótti að áhorfendum. Þannig var fullkomið flæði danssmíðinnar of sjaldan brotið upp til að skapa spennu eða andstæður. Athyglisverðar voru þó senur þar sem Védís Kjartansdóttir stóð eða gekk rólega um á meðan hinar hlupu. Kyrrðin sem fólst í stöðu hennar jók kraftinn í hlaupum hinna og búningur hennar, sem virkaði ljósari en hinna í þessum senum, dró fram áhugaverðar andstæður á sviðinu. Útfærsla efnisins var skemmtilega einföld og skýr svo fyrir þá sem eitthvað þekkja til hrossa var auðvelt að sjá hryssur í stóði ljóslifandi fyrir sér.Niðurstaða: Áferðarfallegt en átakalítið verk.
Gagnrýni Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira