Alvöru kjarabót Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. september 2014 07:00 Um nýliðin mánaðamót rann út frestur fólks til þess að sækja um niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána sinna. Ríflega 69 þúsund umsóknir bárust. Allmörgum spurningum er enn ósvarað. Óvíst er að allir sem sóttu um eigi rétt á niðurfærslu. Föst upphæð er til skiptanna og því hefur endanlegur fjöldi gildra umsókna áhrif á það hversu mikið hver og einn fær í sinn hlut. Þá er óvissa um hvort þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjármagnaðar að fullu. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar, upplýsti í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær að hugsanlega þyrfti að afturkalla hluta aðgerðanna færi svo að bankaskatturinn sem standa á undir þeim standist ekki lög. Þrotabú Glitnis lætur reyna á það fyrir dómi. Þá var forvitnilegt að heyra Tryggva árétta að aðgerð ríkisstjórnarinnar sé í raun fjármögnuð úr ríkissjóði. Í því ljósi er líka áhugaverð yfirlýsing Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, í síðdegisútvarpinu í gær, að ekki sé í myndinni að afturkalla aðgerðirnar að hluta. Getur þá verið að skattgreiðendur verði eftir allt saman látnir standa undir „leiðréttingunni“? Þá er kannski eins gott að hún er ekki nema hluti af þeim stórkarlalegu yfirlýsingum sem forsvarsmenn Framsóknar létu frá sér fara fyrir síðustu Alþingiskosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í gær upptekinn í útlöndum, en í fréttum Útvarps á þriðjudag sagði hann fjölda umsókna um „leiðréttingu“ sýna að úrræðisins hafi verið beðið. Ánægjulegt væri hversu vel hafi tekist til. Auðvitað er samt ekkert hægt að gefa sér um ástæður alls fjöldans þegar kemur að ástæðum þess að sótt var um og leiður sá plagsiður margra stjórnmálamanna að gera fólki upp skoðanir til þess að hampa sjálfum sér. Fyrir liggur að aðgerðirnar eru þensluhvetjandi. Bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn hafa bent á að þensla auki líkur á vaxtahækkunum og verðbólgu. Augljóst er að þeir sem ekki sóttu um (eða áttu ekki rétt á) niðurfærslu eru í verri stöðu en hinir til þess að taka á sig neikvæð áhrif þenslunnar með endurvarpi inn í verðtryggðar skuldir. Einhver gæti því hafa talið óábyrgt að sækja ekki um, hversu vitlausa sem sá hinn sami taldi aðgerðina annars vera. Líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á hefði vitanlega verið skynsamlegra að nota þessa 80 milljarða í að greiða niður skuldir ríkisins. Að fenginni reynslu af íslenskri hagstjórn má ljóst vera að spurningin er ekki hvort heldur hvenær næsta verðbólguskot verður. Og verðbólga þarf ekki að aukast mikið til þess að éta upp ávinninginn af skuldaniðurfærslunni, verminum skammgóða. Nær væri að huga að ábyrgri stefnu í peningamálum, sem ekki byggist á örmynt sem ekki fær þrifist nema í skjóli ofurvaxta og/eða gjaldeyrishafta. Enn sem komið er hefur bara verið bent á eina raunhæfa leið í þeim efnum, myntsamstarf við ESB og upptöku evru í framhaldinu. Raunveruleg kjarabót er fólgin í stöðugum gjaldmiðli og vaxtakjörum á borð við þau sem bjóðast í nágrannalöndum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Um nýliðin mánaðamót rann út frestur fólks til þess að sækja um niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána sinna. Ríflega 69 þúsund umsóknir bárust. Allmörgum spurningum er enn ósvarað. Óvíst er að allir sem sóttu um eigi rétt á niðurfærslu. Föst upphæð er til skiptanna og því hefur endanlegur fjöldi gildra umsókna áhrif á það hversu mikið hver og einn fær í sinn hlut. Þá er óvissa um hvort þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjármagnaðar að fullu. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar, upplýsti í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær að hugsanlega þyrfti að afturkalla hluta aðgerðanna færi svo að bankaskatturinn sem standa á undir þeim standist ekki lög. Þrotabú Glitnis lætur reyna á það fyrir dómi. Þá var forvitnilegt að heyra Tryggva árétta að aðgerð ríkisstjórnarinnar sé í raun fjármögnuð úr ríkissjóði. Í því ljósi er líka áhugaverð yfirlýsing Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, í síðdegisútvarpinu í gær, að ekki sé í myndinni að afturkalla aðgerðirnar að hluta. Getur þá verið að skattgreiðendur verði eftir allt saman látnir standa undir „leiðréttingunni“? Þá er kannski eins gott að hún er ekki nema hluti af þeim stórkarlalegu yfirlýsingum sem forsvarsmenn Framsóknar létu frá sér fara fyrir síðustu Alþingiskosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í gær upptekinn í útlöndum, en í fréttum Útvarps á þriðjudag sagði hann fjölda umsókna um „leiðréttingu“ sýna að úrræðisins hafi verið beðið. Ánægjulegt væri hversu vel hafi tekist til. Auðvitað er samt ekkert hægt að gefa sér um ástæður alls fjöldans þegar kemur að ástæðum þess að sótt var um og leiður sá plagsiður margra stjórnmálamanna að gera fólki upp skoðanir til þess að hampa sjálfum sér. Fyrir liggur að aðgerðirnar eru þensluhvetjandi. Bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn hafa bent á að þensla auki líkur á vaxtahækkunum og verðbólgu. Augljóst er að þeir sem ekki sóttu um (eða áttu ekki rétt á) niðurfærslu eru í verri stöðu en hinir til þess að taka á sig neikvæð áhrif þenslunnar með endurvarpi inn í verðtryggðar skuldir. Einhver gæti því hafa talið óábyrgt að sækja ekki um, hversu vitlausa sem sá hinn sami taldi aðgerðina annars vera. Líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á hefði vitanlega verið skynsamlegra að nota þessa 80 milljarða í að greiða niður skuldir ríkisins. Að fenginni reynslu af íslenskri hagstjórn má ljóst vera að spurningin er ekki hvort heldur hvenær næsta verðbólguskot verður. Og verðbólga þarf ekki að aukast mikið til þess að éta upp ávinninginn af skuldaniðurfærslunni, verminum skammgóða. Nær væri að huga að ábyrgri stefnu í peningamálum, sem ekki byggist á örmynt sem ekki fær þrifist nema í skjóli ofurvaxta og/eða gjaldeyrishafta. Enn sem komið er hefur bara verið bent á eina raunhæfa leið í þeim efnum, myntsamstarf við ESB og upptöku evru í framhaldinu. Raunveruleg kjarabót er fólgin í stöðugum gjaldmiðli og vaxtakjörum á borð við þau sem bjóðast í nágrannalöndum okkar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun