Hafsteinn Gunnar ásamt Nönnu Kristínu Magnúsdóttur sem fer með eina kvenhlutverkið í myndinni.vísir/valli
Íslenska bíómyndin París norðursins var forsýnd í Háskólabíói á miðvikudag en myndin var heimsfrusmýnd á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi í sumar.
Stóri salur Háskólabíós var troðfullur af gestum og þurfti að bæta við nokkrum tugum stóla svo allir kæmust að. Leikstjóri myndarinnar, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, þurfti meira að segja að sitja á gólfinu.
Björn Thors fer með aðalhlutverkið í myndinni en hér er hann ásamt sinni heittelskuðu, Unni Ösp Stefánsdóttur, og syni þeirra, Degi.Hafsteinn hélt ræðu áður en myndin var sýnd og minntist á að hann sæi engan ráðherra eða alþingismann í salnum og skaut allhressilega á ríkisstjórnina.
„Það voru ákveðin mistök gerð. Þau voru ný í embætti og vissu ekki hvað þau voru að gera. Getum kallað þetta byrjendamistök,“ sagði Hafsteinn og vísaði í skert framlög til íslenskrar kvikmyndagerðar.
Leikarinn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson lét sig ekki vanta.Myndin var að mestu tekin upp á Flateyri og þakkar Sindri Kjartansson, framleiðandi myndarinnar, bæjarbúum fyrir liðlegheitin. Hann segir jafnframt að betra sé að beita öðrum leiðum en að taka upp símann þegar á að redda hinu og þessu.
„Það er betra að fara í bíltúr, þá hittir maður menn þannig að þetta reddast allt á rúntinum,“ segir hann.
Guðmundur Jörundsson og Benni Hemm Hemm voru flottir í tauinu.Stórleikarinn Helgi Björnsson sat við hliðina á hundinum Flóka sem klæddi sig upp á fyrir tilefnið enda fer hann með veigamikið hlutverk í myndinni.Bræðurnir Kjartan og Árni Pétur Guðjónssynir skemmtu sér konunglega á myndinni.Ármann Reynisson, Sindri Kjartansson og Þórir Sigurjónsson.Hér er hluti hópsins sem gerði París norðursins að veruleika.Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri brosti sínu blíðasta.
Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.