Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 18. september 2014 10:45 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs, segist ekki sjá aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag. Vísir/stefán „Þetta mál hefur því miður verið í rembihnút allt of lengi. Það er afleitt fyrir alla. Ég sé ekki aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag, í samvinnu við lóðareigendur auðvitað. Mín skoðun er sú að borgin eigi að setja þá skilmála að bæði Veghúsastígur 1 og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um deilu Stefáns D. Guðjónssonar, fulltrúa eigenda Veghúsastígs 1, við Reykjavíkurborg. Eigendur hússins hafa ítrekað farið fram á að húsið verði rifið og segja það skapa slysahættu en Stefán segir húsið ónýtt eftir vatnsleka. Stefán gagnrýndi borgina harðlega í Fréttablaðinu þann 13. september síðastliðinn. Hjálmar segir gildandi deiliskipulag á horninu á Klapparstíg og Veghúsastíg vera frá 2004. Hann segir eigendurna hafa sótt um breytingu á deiliskipulaginu frá 2004 í þá veru að steinbærinn sem er á samliggjandi lóð, og í eigu sömu aðila, yrði rifinn og byggt 7 íbúða fjölbýlishús sem næði alveg upp að Veghúsastíg. Því var synjað í september 2010 en sú afgreiðsla var kærð af eigendunum og liggur kæran enn hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hann bætir við að vorið 2011 hafi meirihluti skipulagsráðs lagt fram bókun og stefnuyfirlýsingu þess efnis að ekki yrði hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og -lóða, sinntu þeir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar gætu orðið allt að 50.000 krónum á dag. Hjálmar segir eitt af þeim húsum sem tekin voru sem dæmi um niðurníðsluhús vera Veghúsastíg 1. „Það hús var byggt 1899 og er aldursfriðað. Gildandi deiliskipulag verndar það enn þann dag í dag. Yfirlýsingin um dagsektir varð til þess að eigendur settu gler í glugga og máluðu það. Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu.“ Að sögn Hjálmars mun borgin nú fá hlutlausan sérfræðing til að kanna ástand hússins. Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Þetta mál hefur því miður verið í rembihnút allt of lengi. Það er afleitt fyrir alla. Ég sé ekki aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag, í samvinnu við lóðareigendur auðvitað. Mín skoðun er sú að borgin eigi að setja þá skilmála að bæði Veghúsastígur 1 og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um deilu Stefáns D. Guðjónssonar, fulltrúa eigenda Veghúsastígs 1, við Reykjavíkurborg. Eigendur hússins hafa ítrekað farið fram á að húsið verði rifið og segja það skapa slysahættu en Stefán segir húsið ónýtt eftir vatnsleka. Stefán gagnrýndi borgina harðlega í Fréttablaðinu þann 13. september síðastliðinn. Hjálmar segir gildandi deiliskipulag á horninu á Klapparstíg og Veghúsastíg vera frá 2004. Hann segir eigendurna hafa sótt um breytingu á deiliskipulaginu frá 2004 í þá veru að steinbærinn sem er á samliggjandi lóð, og í eigu sömu aðila, yrði rifinn og byggt 7 íbúða fjölbýlishús sem næði alveg upp að Veghúsastíg. Því var synjað í september 2010 en sú afgreiðsla var kærð af eigendunum og liggur kæran enn hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hann bætir við að vorið 2011 hafi meirihluti skipulagsráðs lagt fram bókun og stefnuyfirlýsingu þess efnis að ekki yrði hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og -lóða, sinntu þeir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar gætu orðið allt að 50.000 krónum á dag. Hjálmar segir eitt af þeim húsum sem tekin voru sem dæmi um niðurníðsluhús vera Veghúsastíg 1. „Það hús var byggt 1899 og er aldursfriðað. Gildandi deiliskipulag verndar það enn þann dag í dag. Yfirlýsingin um dagsektir varð til þess að eigendur settu gler í glugga og máluðu það. Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu.“ Að sögn Hjálmars mun borgin nú fá hlutlausan sérfræðing til að kanna ástand hússins.
Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum