Vegagerðin áfrýjar úrskurði Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2014 08:00 Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar vegna veglínunnar. Mynd/Egill Aðalsteinsson Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Vegagerðin ætlar að kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn þriðjudag að veglínan sem Vegagerðin lagði fram í tillögu að matsáætlun fylgdi að verulegu leyti fyrri útfærslum veglína sem lagðar voru fram í matsskýrslu árið 2005. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri telur eðlilegt að kæra þann úrskurð. Málið sé ein samfelld sorgarsaga og niðurstöðu þurfi að fá sem fyrst. „Sú veglína sem við bjóðum upp á er sú langöruggasta og hagkvæmasta sem til er. Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau. Þetta er búið að taka langan tíma. Nokkrir áfangar að bættum samgöngum um sunnanverða Vestfirði hafa verið kláraðir en enn er eftir síðasti áfanginn. Það er vissulega slæmt að vera ekki kominn með þetta mál lengra,“ segir Hreinn. „Nú er svo komið að þessi 20 kílómetra kafli sem eftir stendur mun líklega taka allt að fjögur ár í framkvæmd, með umhverfismati, hönnun og öllu því ferli sem veglínan þarf að fara í gegnum. Allar viðbótartafir leggjast við þann tíma.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri „Við höfnum þeim rökum sem Skipulagsstofnun leggur fram og viljum láta reyna á þau.“Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, telur það ekki hjálpa Vestfirðingum að fá bættar samgöngur um sunnanverða Vestfirði að kæra málið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Svo virðist sem Skipulagsstofnun sé orðin þreytt á að láta stilla sér upp við vegg. Þannig ákveður stofnunin að veita Vegagerðinni leiðbeiningar í úrskurði sínum um endurupptöku í þessu máli. Vegagerðin hefur hins vegar ekki skoðað þau tilmæli um allar þær færu leiðir en ákveður að áfrýja úrskurðinum. Með því er vegagerðin að ýta þessum brýnu samgöngubótum inn í áframhaldandi pattstöðu. Að mínu mati verða menn að leita allra löglegra og færra leiða, áfrýjun er ekki ein þeirra,“ segir Ólína. Hún telur réttast að leita endurupptöku málsins. „Vilji menn leið um Teigsskóg, þá er réttast að sækja um endurupptöku málsins. Í stað þess fara menn með málið inn í óleysanlegan hnút og á meðan streymir fjármagn í samgöngumálum í önnur, minna brýn verkefni, í öðrum kjördæmum.“ Hreinn telur uppbygginguna á sunnanverðum Vestfjörðum vera af þeirri stærðargráðu að ekki sé hægt að bíða lengur með þessa brýnu samgöngubót. „Sú uppbygging á sunnanverðum Vestfjörðum kallar á bættar samgöngur við hringveginn, fyrir utan hina almennu kröfu íbúa um að komast í nútímavegasamband við aðra landshluta.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00
Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00