Utan vallar: Þyrnirósarsvefn handboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. september 2014 07:00 Íslenska handboltahreyfingin er komin með gula spjaldið. vísir/daníel Stærstu vefmiðlar landsins hafa þjónað íslenskum handbolta ótrúlega vel síðustu ár. Svo vel reyndar að engin önnur deild í heiminum státar af álíka þjónustu. Vefumfjöllun um Olís-deild karla hefur verið sú besta í heiminum. Ég fullyrði það enda fylgist ég vel með umfjöllun stærstu deilda heims. Breytingar voru gerðar á deildinni í sumar. Fjölgað var úr átta liðum í tíu og fara átta lið í úrslitakeppni í stað fjögurra áður. Leikjum í deildinni hefur þar af leiðandi fjölgað um 50. Í kjölfarið hafa vefmiðlar dregið saman seglin í sinni umfjöllun. Skiljanlega. Fleiri leikir kalla á meiri kostnað og svo er mikilvægi leikja ekki heldur það sama lengur. Þegar umfjöllun miðlanna hefur minnkað hvað kemur þá í ljós? Jú, upplýsingaþjónusta hreyfingarinnar er ein rjúkandi rúst! Það er nákvæmlega ekkert að frétta. Það er engin leið að fylgjast með gangi mála í leikjum hjá félögunum eða HSÍ. Það er aðeins Akureyri sem sýnir smá viðleitni í að sinna sínu liði almennilega. Handboltahreyfingin hefur lítið sem ekkert þróast á nýjum tímum og menn þar á bæ verða að fara að líta í eigin barm og gera eitthvað í sínum málum. Ekki einu sinni má nálgast uppfærðar tölur úr leikjum á Facebook eða Twitter. Það útheimtir ekki beint mikla vinnu. HSÍ hefur talað um að taka upp úrslitaþjónustukerfi í að verða þrjú ár núna. Lítið bólar á því. Það er allt á sömu bókina lært. Félögum er uppálagt að senda skýrslur til fjölmiðla eftir leiki sem fjölmiðlamenn þurfa síðan að skrifa upp úr. Þær skýrslur berast oft bæði seint og illa. Á vef HSÍ er oft ekki hægt að nálgast leikskýrslur degi eftir leik og stundum nokkrum dögum eftir leiki. Þetta kallast á góðri íslensku grín. Hreyfingin hefur verið föst í sömu hjólförum í mörg ár og virðist ætla að spóla þar áfram. Handboltinn mætti líta aðeins til nágranna sinna í körfuboltahreyfingunni. Það er orðið þó nokkuð síðan KKÍ tók upp flotta og glæsilega úrslitaþjónustu. Slíkt telst eðlilegt á þeim tímum sem við lifum á. Árið 2015 er jú handan við hornið. Félögin láta þessa þjónustu KKÍ ekki duga heldur þjónusta áhugamenn um körfubolta á frábæran hátt með beinum vefsjónvarpsútsendingum til að mynda. Það gera fjölmörg félög vel. Algjörlega til fyrirmyndar. Á meðan sitja forráðamenn handboltahreyfingarinnar, bæði HSÍ og félögin, við sinn keip. Þau kvarta í stað þess að gera eitthvað í sínum málum til tilbreytingar. Sum af stærri félögum landsins geta ekki einu sinni boðið fjölmiðlum upp á boðlegt internet og allt of mörg félög virðast engan áhuga hafa á því að hafa umgjörðina í lagi. Hvenær ætlar hreyfingin að vakna af Þyrnirósarsvefninum? Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Stærstu vefmiðlar landsins hafa þjónað íslenskum handbolta ótrúlega vel síðustu ár. Svo vel reyndar að engin önnur deild í heiminum státar af álíka þjónustu. Vefumfjöllun um Olís-deild karla hefur verið sú besta í heiminum. Ég fullyrði það enda fylgist ég vel með umfjöllun stærstu deilda heims. Breytingar voru gerðar á deildinni í sumar. Fjölgað var úr átta liðum í tíu og fara átta lið í úrslitakeppni í stað fjögurra áður. Leikjum í deildinni hefur þar af leiðandi fjölgað um 50. Í kjölfarið hafa vefmiðlar dregið saman seglin í sinni umfjöllun. Skiljanlega. Fleiri leikir kalla á meiri kostnað og svo er mikilvægi leikja ekki heldur það sama lengur. Þegar umfjöllun miðlanna hefur minnkað hvað kemur þá í ljós? Jú, upplýsingaþjónusta hreyfingarinnar er ein rjúkandi rúst! Það er nákvæmlega ekkert að frétta. Það er engin leið að fylgjast með gangi mála í leikjum hjá félögunum eða HSÍ. Það er aðeins Akureyri sem sýnir smá viðleitni í að sinna sínu liði almennilega. Handboltahreyfingin hefur lítið sem ekkert þróast á nýjum tímum og menn þar á bæ verða að fara að líta í eigin barm og gera eitthvað í sínum málum. Ekki einu sinni má nálgast uppfærðar tölur úr leikjum á Facebook eða Twitter. Það útheimtir ekki beint mikla vinnu. HSÍ hefur talað um að taka upp úrslitaþjónustukerfi í að verða þrjú ár núna. Lítið bólar á því. Það er allt á sömu bókina lært. Félögum er uppálagt að senda skýrslur til fjölmiðla eftir leiki sem fjölmiðlamenn þurfa síðan að skrifa upp úr. Þær skýrslur berast oft bæði seint og illa. Á vef HSÍ er oft ekki hægt að nálgast leikskýrslur degi eftir leik og stundum nokkrum dögum eftir leiki. Þetta kallast á góðri íslensku grín. Hreyfingin hefur verið föst í sömu hjólförum í mörg ár og virðist ætla að spóla þar áfram. Handboltinn mætti líta aðeins til nágranna sinna í körfuboltahreyfingunni. Það er orðið þó nokkuð síðan KKÍ tók upp flotta og glæsilega úrslitaþjónustu. Slíkt telst eðlilegt á þeim tímum sem við lifum á. Árið 2015 er jú handan við hornið. Félögin láta þessa þjónustu KKÍ ekki duga heldur þjónusta áhugamenn um körfubolta á frábæran hátt með beinum vefsjónvarpsútsendingum til að mynda. Það gera fjölmörg félög vel. Algjörlega til fyrirmyndar. Á meðan sitja forráðamenn handboltahreyfingarinnar, bæði HSÍ og félögin, við sinn keip. Þau kvarta í stað þess að gera eitthvað í sínum málum til tilbreytingar. Sum af stærri félögum landsins geta ekki einu sinni boðið fjölmiðlum upp á boðlegt internet og allt of mörg félög virðast engan áhuga hafa á því að hafa umgjörðina í lagi. Hvenær ætlar hreyfingin að vakna af Þyrnirósarsvefninum?
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira