Málmtæring vandamál í langdregnu gosi Svavar Hávarðsson skrifar 1. október 2014 07:00 Í Holuhrauni. Talið er víst að eldgosið sé það gasríkasta á Íslandi í um 150 ár. mynd/magnús tumi Dragist eldgosið í Holuhrauni á langinn er viðbúið að tæring málma verði viðvarandi vandamál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni.Þorsteinn Jóhannsson.„Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldurinn varðandi tæringu er brennisteinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúmsloftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þessar sýrur haft töluverðan tæringarmátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspursmál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjarskiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibúnaður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsanleg áhrif mengunarinnar á mannvirki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mánuði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guðlaugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík. Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Dragist eldgosið í Holuhrauni á langinn er viðbúið að tæring málma verði viðvarandi vandamál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni.Þorsteinn Jóhannsson.„Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldurinn varðandi tæringu er brennisteinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúmsloftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þessar sýrur haft töluverðan tæringarmátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspursmál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjarskiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibúnaður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsanleg áhrif mengunarinnar á mannvirki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mánuði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guðlaugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík.
Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira