Grunnvatn gæti sagt fyrir um jarðskjálfta Svavar Hávarðsson skrifar 2. október 2014 07:00 Holuhraun Rannsóknirnar geta bætt við forvitnilegum fróðleik um yfirstandandi hræringar. fréttablaðið/egill Vísbendingar eru um að breytingar á efnasamsetningu grunnvatns á jarðskjálftasvæðum hafi forspárgildi um stóra jarðskjálfta og geti aukið skilning á breytingum í jarðskorpunni sem verða fyrir slíka skjálfta. Niðurstöðurnar gefa fyrirheit um að hægt sé að nota rannsóknir á grunnvatni til að segja fyrir um stóra atburði í náttúrunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn frá Stokkhólmsháskóla, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, King Abdullah University of Science and Technology í Sádi-Arabíu , Gautaborgarháskóla, Landsvirkjun og Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi, standa að. Fjallað er um rannsóknina í hinu virta vísindariti Nature Geoscience.Árný Erla SveinbjörnsdóttirÁrný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður við Jarðvísindastofnun, er meðal aðstandenda rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar byggi á rannsóknum á heitu grunnvatni úr borholu á Hafralæk skammt frá Húsavík. Rannsóknartíminn er mun lengri en í fyrri rannsóknum af svipuðum toga, en á þessu tímabili urðu nokkrir stórir skjálftar á Húsavíkur–Flateyjar brotabeltinu og á brotabelti kenndu við Grímsey. Að sögn Árnýjar sýna rannsóknirnar að tveimur til sex mánuðum fyrir stóra jarðskjálfta tók að bera á breytingum í jarðhitavatninu í Hafralæk og náðu þær hámarki fyrir stærstu skjálftana. Árný segir að ekkert sé fullyrt um að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ótvírætt forspárgildi um stóra jarðskjálfta, en breytingarnar í efnafræði vatnsins sem sagt er frá í greininni séu hins vegar vissulega marktækar. „Það sem vekur áhuga er að þessar niðurstöður gætu nýst í samhengi við aðrar rannsóknir við að spá fyrir um stóra atburði. Þarna gæti verið komið eitt, og jafnvel mikilvægt, púsl í að rannsaka breytingar sem verða í jarðskorpunni fyrir stóra skjálfta.“ Annars staðar í heiminum hafa verið stundaðar áþekkar rannsóknir, en sérstaða rannsókna við Hafralæk felst í því hversu lengi þær stóðu yfir, eða frá árinu 2008 til 2013. Allt þetta tímabil voru sýni tekin úr borholunni vikulega. Spurð um framhald rannsóknarinnar segir Árný: „Sýnasöfnun er enn í gangi og það verður áhugavert að skoða gögnin okkar með tilliti til jarðhræringanna í Bárðarbungu. Það verður mjög spennandi viðbót við öll önnur jarðvísindaleg gögn sem eru að safnast upp þessa dagana.“ Bárðarbunga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Vísbendingar eru um að breytingar á efnasamsetningu grunnvatns á jarðskjálftasvæðum hafi forspárgildi um stóra jarðskjálfta og geti aukið skilning á breytingum í jarðskorpunni sem verða fyrir slíka skjálfta. Niðurstöðurnar gefa fyrirheit um að hægt sé að nota rannsóknir á grunnvatni til að segja fyrir um stóra atburði í náttúrunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn frá Stokkhólmsháskóla, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, King Abdullah University of Science and Technology í Sádi-Arabíu , Gautaborgarháskóla, Landsvirkjun og Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi, standa að. Fjallað er um rannsóknina í hinu virta vísindariti Nature Geoscience.Árný Erla SveinbjörnsdóttirÁrný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður við Jarðvísindastofnun, er meðal aðstandenda rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar byggi á rannsóknum á heitu grunnvatni úr borholu á Hafralæk skammt frá Húsavík. Rannsóknartíminn er mun lengri en í fyrri rannsóknum af svipuðum toga, en á þessu tímabili urðu nokkrir stórir skjálftar á Húsavíkur–Flateyjar brotabeltinu og á brotabelti kenndu við Grímsey. Að sögn Árnýjar sýna rannsóknirnar að tveimur til sex mánuðum fyrir stóra jarðskjálfta tók að bera á breytingum í jarðhitavatninu í Hafralæk og náðu þær hámarki fyrir stærstu skjálftana. Árný segir að ekkert sé fullyrt um að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ótvírætt forspárgildi um stóra jarðskjálfta, en breytingarnar í efnafræði vatnsins sem sagt er frá í greininni séu hins vegar vissulega marktækar. „Það sem vekur áhuga er að þessar niðurstöður gætu nýst í samhengi við aðrar rannsóknir við að spá fyrir um stóra atburði. Þarna gæti verið komið eitt, og jafnvel mikilvægt, púsl í að rannsaka breytingar sem verða í jarðskorpunni fyrir stóra skjálfta.“ Annars staðar í heiminum hafa verið stundaðar áþekkar rannsóknir, en sérstaða rannsókna við Hafralæk felst í því hversu lengi þær stóðu yfir, eða frá árinu 2008 til 2013. Allt þetta tímabil voru sýni tekin úr borholunni vikulega. Spurð um framhald rannsóknarinnar segir Árný: „Sýnasöfnun er enn í gangi og það verður áhugavert að skoða gögnin okkar með tilliti til jarðhræringanna í Bárðarbungu. Það verður mjög spennandi viðbót við öll önnur jarðvísindaleg gögn sem eru að safnast upp þessa dagana.“
Bárðarbunga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira