Endurskoðun er nauðsynleg Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. október 2014 07:00 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur sent sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórninni áskorun um að hætta við flutning Fiskistofu úr sveitarfélaginu til Akureyrar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að á bæjarstjórnarfundi í vikunni hefðu verið lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda þessara tveggja bæjarfélaga frá árinu 2007. Þannig var atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Þá fjölgaði íbúum á Akureyri um sjö prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um sex prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og bendir á að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495 eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hefur ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um fimm prósent, úr 1.062 í 1.005. Samt sem áður búa um tíu þúsund fleiri íbúar í Hafnarfirði heldur en á Akureyri. Áður hefur verið greint frá andstöðu allra starfsmanna Fiskistofu við flutninginn, utan fiskistofustjóra. Útlit er fyrir að aðeins einn starfsmaður, sem er einmitt fiskistofustjórinn, ætli sér að flytja með stofnuninni. Og það þrátt fyrir gylliboð um þriggja milljóna eingreiðslu rífi menn sig upp með rótum og flytji sig norður yfir heiðar. Fyrst var tilkynnt um flutninginn á ríkisstjórnarfundi í júní. Síðan þá hafa engir nákvæmir útreikningar á kostnaði, hagræði eða faglegum ávinningi flutningsins komið fram af hálfu sjávarútvegsráðherra. Ekki er einu sinni gert ráð fyrir honum á fjárlögum, svo skammt er horft fram á veginn í sjávarútvegsráðuneytinu. Í málsvörn sinni fyrir flutningnum benda framsóknarmenn bæði á stjórnarsáttmálann sem og byggðaáætlun þar sem vissulega stendur svart á hvítu að stefnan sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Það orkar hins vegar tvímælis að á meðan verið er að ráðast í nauðsynlegan en blóðugan niðurskurð í samræmi við fyrirætlanir um aukinn aga í ríkisfjármálum og niðurgreiðslu skuldahala ríkissjóðs að ætla sér að flytja stofnun fyrir 200 milljónir hið minnsta, án nokkurs rökstuðnings annars en að það samrýmist óljósri byggðastefnu. Byggðastefnu sem gengur ekki upp eins og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur bent á. Bæjarstjórinn nefnir á að svo virðist sem þessar tölur hafi ekki verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja stofnunina um stað. „Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir Haraldur. Byggðasjónarmið geta vel átt við og viðleitni til að fjölga opinberum störfum frekar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu er örugglega góðra gjalda verð. En slík sjónarmið hljóta, ef byggðastefnan er lesin til samræmis við ríkisstjórnarsáttmálann, að þurfa að stuðla að hagræði og skilvirkni. Það er óásættanlegt á sama tíma og fjárskorti er borið við í löggæslu- og dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu að hægt sé að eyða minnst 200 milljónum í fullkomlega órökstuddan flutning á stofnun, þar sem í ofanálag er ljóst að sú þekking og reynsla sem fyrirfinnst innan stofnunarinnar mun öll glatast þar sem starfsfólkið mun ekki fylgja með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur sent sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórninni áskorun um að hætta við flutning Fiskistofu úr sveitarfélaginu til Akureyrar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að á bæjarstjórnarfundi í vikunni hefðu verið lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda þessara tveggja bæjarfélaga frá árinu 2007. Þannig var atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Þá fjölgaði íbúum á Akureyri um sjö prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um sex prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og bendir á að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495 eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hefur ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um fimm prósent, úr 1.062 í 1.005. Samt sem áður búa um tíu þúsund fleiri íbúar í Hafnarfirði heldur en á Akureyri. Áður hefur verið greint frá andstöðu allra starfsmanna Fiskistofu við flutninginn, utan fiskistofustjóra. Útlit er fyrir að aðeins einn starfsmaður, sem er einmitt fiskistofustjórinn, ætli sér að flytja með stofnuninni. Og það þrátt fyrir gylliboð um þriggja milljóna eingreiðslu rífi menn sig upp með rótum og flytji sig norður yfir heiðar. Fyrst var tilkynnt um flutninginn á ríkisstjórnarfundi í júní. Síðan þá hafa engir nákvæmir útreikningar á kostnaði, hagræði eða faglegum ávinningi flutningsins komið fram af hálfu sjávarútvegsráðherra. Ekki er einu sinni gert ráð fyrir honum á fjárlögum, svo skammt er horft fram á veginn í sjávarútvegsráðuneytinu. Í málsvörn sinni fyrir flutningnum benda framsóknarmenn bæði á stjórnarsáttmálann sem og byggðaáætlun þar sem vissulega stendur svart á hvítu að stefnan sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Það orkar hins vegar tvímælis að á meðan verið er að ráðast í nauðsynlegan en blóðugan niðurskurð í samræmi við fyrirætlanir um aukinn aga í ríkisfjármálum og niðurgreiðslu skuldahala ríkissjóðs að ætla sér að flytja stofnun fyrir 200 milljónir hið minnsta, án nokkurs rökstuðnings annars en að það samrýmist óljósri byggðastefnu. Byggðastefnu sem gengur ekki upp eins og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur bent á. Bæjarstjórinn nefnir á að svo virðist sem þessar tölur hafi ekki verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja stofnunina um stað. „Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir Haraldur. Byggðasjónarmið geta vel átt við og viðleitni til að fjölga opinberum störfum frekar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu er örugglega góðra gjalda verð. En slík sjónarmið hljóta, ef byggðastefnan er lesin til samræmis við ríkisstjórnarsáttmálann, að þurfa að stuðla að hagræði og skilvirkni. Það er óásættanlegt á sama tíma og fjárskorti er borið við í löggæslu- og dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu að hægt sé að eyða minnst 200 milljónum í fullkomlega órökstuddan flutning á stofnun, þar sem í ofanálag er ljóst að sú þekking og reynsla sem fyrirfinnst innan stofnunarinnar mun öll glatast þar sem starfsfólkið mun ekki fylgja með.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun