Minecraft: Grafðu í grænni lautu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. október 2014 12:30 Minecraft Mynd/Mojang/Microsoft Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira