„Hesturinn er bara svo magnaður“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. október 2014 07:00 Icelandair Cargo sér um hestaútflutning frá Íslandi í samstarfi við fyrirtæki hér á landi sem sérhæfa sig í þessum efnum. Hestarnir virðast að sögn Eysteins Leifssonar hestaútflytjanda taka fluginu ótrúlega vel. „Hann er með svo mikið jafnaðargeð, hann er bara svo kúl á því.“ Fréttablaðið/Pjetur „Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin. Hestar Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
„Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin.
Hestar Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira