FH á 85 ára afmæli í dag Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2014 00:01 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH Vísir/Valli „Mér líst mjög vel á framtíðina og er þess fullviss að á 100 ára afmælinu verði FH enn í fremstu röð á öllum vígstöðvum með eina bestu aðstöðu sem fyrirfinnst á Íslandi,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, er 85 ára í dag, 15. október. Af því tilefni hefur félagið boðið öllum FH-ingum og velunnurum félagsins í afmæliskaffi milli klukkan 17 og 19 í dag að Sjónarhóli í Kaplakrika. Félagið hefur verið sigursælt síðustu árin, jafnt í knattspyrnu, handknattleik og frjálsum íþróttum. Birgir segir alla starfsemi FH vera til fyrirmyndar og að uppbygging Kaplakrika sé liður í því að halda félaginu enn í fremstu röð. „Við erum með bestu skylmingadeild landsins, frjálsíþróttadeildin hefur verið í fremstu röð í áratugi, mikill uppgangur hefur verið í handboltanum síðustu ár eftir nokkur mögur ár og flestir vita að knattspyrnulið okkar hefur verið á toppnum í tíu ár í karlaboltanum. Uppbygging mannvirkja mun hjálpa til við að halda okkur áfram í fremstu röð,“ segir Birgir. Uppbyggingin í Kaplakrika hefur verið mikil síðustu ár. Knattspyrnuhús, yfirbyggð stúka yfir aðalleikvangi knattspyrnunnar og frjálsíþróttahöll hafa risið á svæðinu á síðustu árum. „Nú er á teikniborðinu að byggja tvö ný knattspyrnuhús á efra svæðinu, sem mun nýtast yngri iðkendum gríðarlega vel. Þótt aðstaðan sé góð hafa yngstu iðkendurnir þurft að glíma við plássleysi upp á síðkastið,“ segir Birgir. Einn af forvígismönnum stofnunar Fimleikafélagsins árið 1929 var Hallsteinn Hinriksson, faðir Geirs Hallsteinssonar sem gerði garðinn frægan með handknattleiksliði FH á sínum tíma, og afi Loga Geirssonar, sem var einn af silfurdrengjum landsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
„Mér líst mjög vel á framtíðina og er þess fullviss að á 100 ára afmælinu verði FH enn í fremstu röð á öllum vígstöðvum með eina bestu aðstöðu sem fyrirfinnst á Íslandi,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, er 85 ára í dag, 15. október. Af því tilefni hefur félagið boðið öllum FH-ingum og velunnurum félagsins í afmæliskaffi milli klukkan 17 og 19 í dag að Sjónarhóli í Kaplakrika. Félagið hefur verið sigursælt síðustu árin, jafnt í knattspyrnu, handknattleik og frjálsum íþróttum. Birgir segir alla starfsemi FH vera til fyrirmyndar og að uppbygging Kaplakrika sé liður í því að halda félaginu enn í fremstu röð. „Við erum með bestu skylmingadeild landsins, frjálsíþróttadeildin hefur verið í fremstu röð í áratugi, mikill uppgangur hefur verið í handboltanum síðustu ár eftir nokkur mögur ár og flestir vita að knattspyrnulið okkar hefur verið á toppnum í tíu ár í karlaboltanum. Uppbygging mannvirkja mun hjálpa til við að halda okkur áfram í fremstu röð,“ segir Birgir. Uppbyggingin í Kaplakrika hefur verið mikil síðustu ár. Knattspyrnuhús, yfirbyggð stúka yfir aðalleikvangi knattspyrnunnar og frjálsíþróttahöll hafa risið á svæðinu á síðustu árum. „Nú er á teikniborðinu að byggja tvö ný knattspyrnuhús á efra svæðinu, sem mun nýtast yngri iðkendum gríðarlega vel. Þótt aðstaðan sé góð hafa yngstu iðkendurnir þurft að glíma við plássleysi upp á síðkastið,“ segir Birgir. Einn af forvígismönnum stofnunar Fimleikafélagsins árið 1929 var Hallsteinn Hinriksson, faðir Geirs Hallsteinssonar sem gerði garðinn frægan með handknattleiksliði FH á sínum tíma, og afi Loga Geirssonar, sem var einn af silfurdrengjum landsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn