Við njótum hverrar sekúndu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2014 06:00 Sif Pálsdóttir varð Evrópumeistari með kvennaliði Gerplu árin 2010 og 2012 en stefnir nú á titilinn með sameinuðu íslensku kvennalandsliði.. vísir/vilhelm Augu margra munu beinast að kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum í dag en það hefur þá keppni á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem fer nú fram hér á landi í fyrsta sinn. Ísland varð Evrópumeistari árið 2010 og varði titilinn svo í Árósum fyrir tveimur árum. Liðið þykir því til alls líklegt nú þó svo að samkeppnin verði hörð. „Það hefur allt gengið rosalega vel hjá okkur. Við fengum generalprufu í keppnissalnum í dag og var það mjög gaman,“ sagði fyrirliðinn, Sif Pálsdóttir, ein fremsta fimleikakona Íslands frá upphafi, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún hætti eftir keppnina í Árósum en ákvað að gefa aftur kost á sér í liðið nú. „Ég hugsaði með mér að fyrst ég væri heil gæti ég ekki hugsað mér að sleppa því að keppa á heimavelli. Það er geggjuð tilfinning að fá að vera á heimavelli, þar sem maður þekkir alla í kringum íþróttina og áhorfendur á pöllunum eru íslenskir.“Samheldnin og liðsheildin mikil Undanfarin tvö skipti hefur kvennalið Gerplu unnið sér inn landsliðsréttinn fyrir Evrópumeistaramótin en í þetta sinn voru úrtökuæfingar í upphafi árs og landsliðið svo sett saman af þeim bestu. Í liðinu eru keppendur frá Gerplu, Stjörnunni og Selfossi. „Við byrjuðum að æfa saman í júní og ríkir mikil samheldni og liðsheild í hópnum. Þetta styrkti tvímælalaust liðið auk þess sem að ég gæti ekki hugsað mér betra þjálfarateymi.“ Sif segir þó að tilfinningin fyrir mótið nú sé svipuð og fyrir önnur Evrópumót sem hún hefur tekið þátt í. „Þjálfarateymið okkar er með góða uppskrift sem hefur virkað, þó svo að verkefnið sé nýtt hverju sinni. Við vinnum alltaf með ákveðna punkta og helst vil ég nefna liðsheildina og góðan anda í liðinu sem tvo af mikilvægustu þáttunum. En að sjálfsögðu skiptir líka miklu máli að gera flott stökk og góðar æfingar.“ Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku liðanna, sagði í Fréttablaðinu í gær að ljóst væri að úrslitin muni fyrst og fremst ráðast á lendingum. Sif tekur undir það. „Sérstaklega hjá þeim liðum sem eru með sömu stökk og sömu erfiðleikaeinkunn. Þá er þetta bara spurning um lendingarnar. En við þurfum líka að passa að skila af okkur góðum æfingum í dansinum.“Bjóðum upp á flott ný stökk Hún segir að íslenska liðið muni byrja á að framkvæma erfið stökk í undankeppninni í dag og sjá hverju það skilar liðinu fyrir úrslitin á laugardaginn. „Við erum alltaf að reyna að þrýsta erfiðleikastuðlinum hærra og hærra enda er íþróttin í stöðguri þróun. Við ætlum að bjóða upp á nokkur flott ný stökk og við sjáum hvernig til tekst,“ segir Sif sem segir mikinn undirbúning að baki. „Við höfum tekið meira en 80 æfingar í þessu ferli og svo fáum við níu mínútur á sviðinu. Við munum passa okkur á því að njóta hverrar sekúndu.“ Undankeppni í yngri flokkum hófst í gær og undankeppni í eldri flokkum fer fram í dag. Úrslitin ráðast hjá yngri keppendunum á morgun og mótið nær svo hámarki á laugardag þegar úrslit ráðast í kvennaflokki, karlaflokki og flokki blandaðra kynja. Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Augu margra munu beinast að kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum í dag en það hefur þá keppni á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem fer nú fram hér á landi í fyrsta sinn. Ísland varð Evrópumeistari árið 2010 og varði titilinn svo í Árósum fyrir tveimur árum. Liðið þykir því til alls líklegt nú þó svo að samkeppnin verði hörð. „Það hefur allt gengið rosalega vel hjá okkur. Við fengum generalprufu í keppnissalnum í dag og var það mjög gaman,“ sagði fyrirliðinn, Sif Pálsdóttir, ein fremsta fimleikakona Íslands frá upphafi, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún hætti eftir keppnina í Árósum en ákvað að gefa aftur kost á sér í liðið nú. „Ég hugsaði með mér að fyrst ég væri heil gæti ég ekki hugsað mér að sleppa því að keppa á heimavelli. Það er geggjuð tilfinning að fá að vera á heimavelli, þar sem maður þekkir alla í kringum íþróttina og áhorfendur á pöllunum eru íslenskir.“Samheldnin og liðsheildin mikil Undanfarin tvö skipti hefur kvennalið Gerplu unnið sér inn landsliðsréttinn fyrir Evrópumeistaramótin en í þetta sinn voru úrtökuæfingar í upphafi árs og landsliðið svo sett saman af þeim bestu. Í liðinu eru keppendur frá Gerplu, Stjörnunni og Selfossi. „Við byrjuðum að æfa saman í júní og ríkir mikil samheldni og liðsheild í hópnum. Þetta styrkti tvímælalaust liðið auk þess sem að ég gæti ekki hugsað mér betra þjálfarateymi.“ Sif segir þó að tilfinningin fyrir mótið nú sé svipuð og fyrir önnur Evrópumót sem hún hefur tekið þátt í. „Þjálfarateymið okkar er með góða uppskrift sem hefur virkað, þó svo að verkefnið sé nýtt hverju sinni. Við vinnum alltaf með ákveðna punkta og helst vil ég nefna liðsheildina og góðan anda í liðinu sem tvo af mikilvægustu þáttunum. En að sjálfsögðu skiptir líka miklu máli að gera flott stökk og góðar æfingar.“ Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku liðanna, sagði í Fréttablaðinu í gær að ljóst væri að úrslitin muni fyrst og fremst ráðast á lendingum. Sif tekur undir það. „Sérstaklega hjá þeim liðum sem eru með sömu stökk og sömu erfiðleikaeinkunn. Þá er þetta bara spurning um lendingarnar. En við þurfum líka að passa að skila af okkur góðum æfingum í dansinum.“Bjóðum upp á flott ný stökk Hún segir að íslenska liðið muni byrja á að framkvæma erfið stökk í undankeppninni í dag og sjá hverju það skilar liðinu fyrir úrslitin á laugardaginn. „Við erum alltaf að reyna að þrýsta erfiðleikastuðlinum hærra og hærra enda er íþróttin í stöðguri þróun. Við ætlum að bjóða upp á nokkur flott ný stökk og við sjáum hvernig til tekst,“ segir Sif sem segir mikinn undirbúning að baki. „Við höfum tekið meira en 80 æfingar í þessu ferli og svo fáum við níu mínútur á sviðinu. Við munum passa okkur á því að njóta hverrar sekúndu.“ Undankeppni í yngri flokkum hófst í gær og undankeppni í eldri flokkum fer fram í dag. Úrslitin ráðast hjá yngri keppendunum á morgun og mótið nær svo hámarki á laugardag þegar úrslit ráðast í kvennaflokki, karlaflokki og flokki blandaðra kynja.
Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira