Það sem aðeins er gefið í skyn Ásdís Sigmundsdóttir skrifar 17. október 2014 13:00 Lífið að leysa Bækur: Lífið að leysa Alice Munro. Þýðing Silja Aðalsteinsdóttir Mál og menning Kanadíski rithöfundurinn Alice Munro hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2013 fyrir smásagnaskrif sín. Gera má ráð fyrir að það sé helsti hvati þess að smásagnasafn Munro, Lífið að leysa frá árinu 2012, kom nýlega út í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Munro hefur sjálf lýst því yfir að þessi bók sé hennar síðasta og því ekki seinna vænna að verk þessa smásagnameistara komi út á íslensku. Oft er haldið fram að Alice Munro skrifi smásögur sem eru það efnismiklar að þær segi heilar ævisögur. Sögur hennar fjalla um fólk, tilfinningar þess og það hvernig lífið leikur það. En galdur þeirra fjórtán sagna sem hér birtast felst samt fyrst og fremst í því sem þær segja ekki og það sem aðeins er gefið í skyn og þarf lesandinn þannig að leggja töluvert í söguna sjálfur. Þrátt fyrir það eru sögur Munro í raun ekki flóknar eða erfiðar. Stíllinn er á yfirborðinu mjög einfaldur en Munro hefur sérstakt lag á að segja mikið á einfaldan hátt. Í sögunni „Stolt“ sem fjallar um samband tveggja persóna sem, hvor á sinn hátt, eru utangarðs í samfélaginu endar frásögnin t.d. á orðunum: „Við vorum eins glöð og við gátum verið.“ Þetta einkenni á texta Munro er í raun sérstaklega áberandi í upphafsorðum og niðurlagi sagnanna. Þær byrja gjarnan í miðju kafi og orðalagið gefur til kynna að lesandi sé að koma inn í miðja frásögn. Gott dæmi um þetta eru upphafsorð sögunnar „Möl“: „Á þeim tíma bjuggum við rétt við malarnámu.“ Frásögnin tekur einnig stundum stór stökk fram og til baka í tíma og rúmi en frásagnargáfa Munro gerir það að verkum að það er ekki erfitt að fylgja henni eftir. Það er þó ekki mikil gleði í þessum sögum, persónurnar eru gjarnan í leit að nánd, að reyna að brjótast undan aðstæðum sínum eða ófærar um að tengjast öðrum. Þær eru einnig oft heftar á einhvern hátt, bæklaðar, óframfærnar, félagslega einangraðar eða á einhvern hátt fangar aðstæðna. Í flestum sögunum eru framhjáhöld, afbrýðisemi, brostnar vonir, dauði og sjúkdómar og því má segja að sá heimur sem sögur Alice Munro lýsa sé oft ansi harkalegur og fari ekki mjúkum höndum um persónurnar. Tilviljanir og óvænt atvik umturna reglulega lífi persónanna og undirstrika þannig að lífið er ekki alltaf sanngjarnt eða röklegt. En einmitt þetta gerir margar sögurnar í Lífið að leysa mjög svo eftirminnilegar og áhrifamiklar þannig að þær sitja í manni að lestri loknum.Niðurstaða: Afskaplega vel smíðaðar og áhrifamiklar sögur um fólk í hörðum heimi. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Lífið að leysa Alice Munro. Þýðing Silja Aðalsteinsdóttir Mál og menning Kanadíski rithöfundurinn Alice Munro hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2013 fyrir smásagnaskrif sín. Gera má ráð fyrir að það sé helsti hvati þess að smásagnasafn Munro, Lífið að leysa frá árinu 2012, kom nýlega út í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Munro hefur sjálf lýst því yfir að þessi bók sé hennar síðasta og því ekki seinna vænna að verk þessa smásagnameistara komi út á íslensku. Oft er haldið fram að Alice Munro skrifi smásögur sem eru það efnismiklar að þær segi heilar ævisögur. Sögur hennar fjalla um fólk, tilfinningar þess og það hvernig lífið leikur það. En galdur þeirra fjórtán sagna sem hér birtast felst samt fyrst og fremst í því sem þær segja ekki og það sem aðeins er gefið í skyn og þarf lesandinn þannig að leggja töluvert í söguna sjálfur. Þrátt fyrir það eru sögur Munro í raun ekki flóknar eða erfiðar. Stíllinn er á yfirborðinu mjög einfaldur en Munro hefur sérstakt lag á að segja mikið á einfaldan hátt. Í sögunni „Stolt“ sem fjallar um samband tveggja persóna sem, hvor á sinn hátt, eru utangarðs í samfélaginu endar frásögnin t.d. á orðunum: „Við vorum eins glöð og við gátum verið.“ Þetta einkenni á texta Munro er í raun sérstaklega áberandi í upphafsorðum og niðurlagi sagnanna. Þær byrja gjarnan í miðju kafi og orðalagið gefur til kynna að lesandi sé að koma inn í miðja frásögn. Gott dæmi um þetta eru upphafsorð sögunnar „Möl“: „Á þeim tíma bjuggum við rétt við malarnámu.“ Frásögnin tekur einnig stundum stór stökk fram og til baka í tíma og rúmi en frásagnargáfa Munro gerir það að verkum að það er ekki erfitt að fylgja henni eftir. Það er þó ekki mikil gleði í þessum sögum, persónurnar eru gjarnan í leit að nánd, að reyna að brjótast undan aðstæðum sínum eða ófærar um að tengjast öðrum. Þær eru einnig oft heftar á einhvern hátt, bæklaðar, óframfærnar, félagslega einangraðar eða á einhvern hátt fangar aðstæðna. Í flestum sögunum eru framhjáhöld, afbrýðisemi, brostnar vonir, dauði og sjúkdómar og því má segja að sá heimur sem sögur Alice Munro lýsa sé oft ansi harkalegur og fari ekki mjúkum höndum um persónurnar. Tilviljanir og óvænt atvik umturna reglulega lífi persónanna og undirstrika þannig að lífið er ekki alltaf sanngjarnt eða röklegt. En einmitt þetta gerir margar sögurnar í Lífið að leysa mjög svo eftirminnilegar og áhrifamiklar þannig að þær sitja í manni að lestri loknum.Niðurstaða: Afskaplega vel smíðaðar og áhrifamiklar sögur um fólk í hörðum heimi.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira