Að gefnu tilefni Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 17. október 2014 06:45 Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Helgina 4.-5. október 2008 lá fyrir að evrópski seðlabankinn hugðist stöðva fyrirgreiðslu við Glitni og Landsbanka Íslands, en tæpri viku fyrr hafði verið tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku íslenska ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni þar sem bankinn stóð frammi fyrir greiðsluvandræðum. Ástæða þess að evrópski seðlabankinn ætlaði að skrúfa fyrir fyrirgreiðslu til Glitnis og Landsbankans var m.a. sú að bankarnir höfðu notað skuldabréf hvor annars til að sækja fjármagn til evrópska seðlabankans og ekki leyst þau aftur til sín eins og seðlabankinn hafði krafist mánuðina á undan. Málum var öðru vísi háttað með Kaupþing sem var í fullum skilum og átti í eðlilegu sambandi og viðskiptum við evrópska seðlabankann. Mánudaginn 6. október var ljóst orðið að ekki yrði hægt að bjarga Landsbanka Íslands og Glitni. Þann dag veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi lán að fjárhæð 500 milljónir evra. Til tryggingar þessu láni var rætt um að setja að veði allt hlutafé danska bankans FIH, sem var að fullu í eigu Kaupþings. Þegar þessi lánveiting átti sér stað var ekki talið að íslenska ríkið væri að taka mikla áhættu þar sem eigið fé FIH var ríflega einn milljarður evra og rekstur bankans hafði gengið vel. Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.Starfað af heiðarleika Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings. Ekkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjármagnið var nýtt til að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaupþings og viðskiptavina bankans. Enginn eigandi, viðskiptavinur, stjórnandi eða starfsmaður bankans hagnaðist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðlabanka Íslands. Engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað með andvirði lánsins og starfsmenn Kaupþings sem komu að ráðstöfun lánsins gengu til sinna starfa af heiðarleika. Þegar Seðlabankinn tilkynnti okkur um ákvörðun sína að lána okkur 500 milljónir evra og millifærði fjárhæðina til Kaupþings mánudaginn 6. október 2008 töldum við, stjórnendur Kaupþings, að það yrði nægilega stór fyrirgreiðsla til að gera okkur kleift að standa af okkur þann storm sem geisaði á fjármálamörkuðum á þeim tíma. Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi. Ég held að við öll getum verið sammála um að slíkur banki á ekki raunhæfa möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Helgina 4.-5. október 2008 lá fyrir að evrópski seðlabankinn hugðist stöðva fyrirgreiðslu við Glitni og Landsbanka Íslands, en tæpri viku fyrr hafði verið tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku íslenska ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni þar sem bankinn stóð frammi fyrir greiðsluvandræðum. Ástæða þess að evrópski seðlabankinn ætlaði að skrúfa fyrir fyrirgreiðslu til Glitnis og Landsbankans var m.a. sú að bankarnir höfðu notað skuldabréf hvor annars til að sækja fjármagn til evrópska seðlabankans og ekki leyst þau aftur til sín eins og seðlabankinn hafði krafist mánuðina á undan. Málum var öðru vísi háttað með Kaupþing sem var í fullum skilum og átti í eðlilegu sambandi og viðskiptum við evrópska seðlabankann. Mánudaginn 6. október var ljóst orðið að ekki yrði hægt að bjarga Landsbanka Íslands og Glitni. Þann dag veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi lán að fjárhæð 500 milljónir evra. Til tryggingar þessu láni var rætt um að setja að veði allt hlutafé danska bankans FIH, sem var að fullu í eigu Kaupþings. Þegar þessi lánveiting átti sér stað var ekki talið að íslenska ríkið væri að taka mikla áhættu þar sem eigið fé FIH var ríflega einn milljarður evra og rekstur bankans hafði gengið vel. Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.Starfað af heiðarleika Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings. Ekkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjármagnið var nýtt til að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaupþings og viðskiptavina bankans. Enginn eigandi, viðskiptavinur, stjórnandi eða starfsmaður bankans hagnaðist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðlabanka Íslands. Engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað með andvirði lánsins og starfsmenn Kaupþings sem komu að ráðstöfun lánsins gengu til sinna starfa af heiðarleika. Þegar Seðlabankinn tilkynnti okkur um ákvörðun sína að lána okkur 500 milljónir evra og millifærði fjárhæðina til Kaupþings mánudaginn 6. október 2008 töldum við, stjórnendur Kaupþings, að það yrði nægilega stór fyrirgreiðsla til að gera okkur kleift að standa af okkur þann storm sem geisaði á fjármálamörkuðum á þeim tíma. Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi. Ég held að við öll getum verið sammála um að slíkur banki á ekki raunhæfa möguleika.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar