Frumkvöðlavottun Stjórnarmaðurinn skrifar 22. október 2014 08:30 Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutabréfamarkaðurinn man sinn fífil fegurri. Viðskipti í ár eru minni en í fyrra og langt frá því sem var fyrir hrun. Vonandi stendur það til bóta enda skilvirkur hlutabréfamarkaður nauðsynlegur. Stjórnarmaðurinn er sammála Hrefnu um aðkomu almennings að hlutabréfamarkaði en ósammála þeirri leið sem hún leggur til. Markaðurinn er hærra verðlagður en helstu samanburðarmarkaðir og varhugavert að keyra upp eftirspurn með skattafslætti og valda innistæðulítilli verðhækkun og viðkvæmum pappírsgróða. En mætti ekki veita skattafslátt til fjárfestingar í frumkvöðlastarfsemi? Sprotafyrirtæki eiga erfitt uppdráttar í núverandi rekstrarumhverfi. Ofan á þau vandamál sem erlendir kollegar þeirra þurfa að yfirstíga, búa íslenskir sprotar við haftastefnu sem gerir nær ómögulegt að sækja erlent fjármagn. Skattafsláttur gegn fjárfestingu í frumkvöðlastarfsemi gæti auðveldað aðgengi sprota að fjármagni. Stjórnarmaðurinn leggur því til svokallaða frumkvöðlavottun. Slíkt væri veitt ungum fyrirtækjum, með tekjur undir ákveðnu hámarki og meginstarfsemi á Íslandi. Fjárfesting í frumkvöðlavottuðu fyrirtæki myndi skapa tekjuskattsafslátt fyrir fjárfestinn sem næmi 50% fjárfestingarinnar. Færi sprotafyrirtækið síðar í þrot myndi fjárfestirinn fá aukatekjuskattsafslátt sem næmi 25% af fjárfestingunni, en myndi ekki þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt ef hún skilaði hagnaði. Galið munu sumir segja, en þetta er nú samt fyrirkomulag sem hefur gefið góða raun í Bretlandi. Sprotafyrirtækin nota fjárfestingu til að ráða nýja starfsmenn, kaupa hráefni o.fl. Skattafslátturinn skilar sér því jafnharðan út í þjóðfélagið og skapar skatttekjur. Eftir hverju erum við að bíða?Alltaf léttist pyngjan Samtal Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar í tengslum við lán Seðlabankans til Kaupþings var í fréttum í síðustu viku. Lánveitingin var ákveðin sama sólarhring og neyðarlögin svokölluðu, sem eins og allir vita kipptu stoðum endanlega undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi. Báðir hafa varið ákvörðunina síðan. Geir sagði hana rétta í ljósi aðstæðna, og Davíð gekk enn lengra á prentaðri einkabloggsíðu sinni sem í daglegu tali kallast Reykjavíkurbréf. Eitt er þó erfiðara að verja, sú staðreynd sem endurspeglast í nýlegri Capacent-könnun að í ritstjóratíð Davíðs á Morgunblaðinu hefur lestur blaðsins dregist saman um þriðjung, með tilheyrandi tekjutapi fyrir útgáfufélagið.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skynsamlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutabréfamarkaðurinn man sinn fífil fegurri. Viðskipti í ár eru minni en í fyrra og langt frá því sem var fyrir hrun. Vonandi stendur það til bóta enda skilvirkur hlutabréfamarkaður nauðsynlegur. Stjórnarmaðurinn er sammála Hrefnu um aðkomu almennings að hlutabréfamarkaði en ósammála þeirri leið sem hún leggur til. Markaðurinn er hærra verðlagður en helstu samanburðarmarkaðir og varhugavert að keyra upp eftirspurn með skattafslætti og valda innistæðulítilli verðhækkun og viðkvæmum pappírsgróða. En mætti ekki veita skattafslátt til fjárfestingar í frumkvöðlastarfsemi? Sprotafyrirtæki eiga erfitt uppdráttar í núverandi rekstrarumhverfi. Ofan á þau vandamál sem erlendir kollegar þeirra þurfa að yfirstíga, búa íslenskir sprotar við haftastefnu sem gerir nær ómögulegt að sækja erlent fjármagn. Skattafsláttur gegn fjárfestingu í frumkvöðlastarfsemi gæti auðveldað aðgengi sprota að fjármagni. Stjórnarmaðurinn leggur því til svokallaða frumkvöðlavottun. Slíkt væri veitt ungum fyrirtækjum, með tekjur undir ákveðnu hámarki og meginstarfsemi á Íslandi. Fjárfesting í frumkvöðlavottuðu fyrirtæki myndi skapa tekjuskattsafslátt fyrir fjárfestinn sem næmi 50% fjárfestingarinnar. Færi sprotafyrirtækið síðar í þrot myndi fjárfestirinn fá aukatekjuskattsafslátt sem næmi 25% af fjárfestingunni, en myndi ekki þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt ef hún skilaði hagnaði. Galið munu sumir segja, en þetta er nú samt fyrirkomulag sem hefur gefið góða raun í Bretlandi. Sprotafyrirtækin nota fjárfestingu til að ráða nýja starfsmenn, kaupa hráefni o.fl. Skattafslátturinn skilar sér því jafnharðan út í þjóðfélagið og skapar skatttekjur. Eftir hverju erum við að bíða?Alltaf léttist pyngjan Samtal Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar í tengslum við lán Seðlabankans til Kaupþings var í fréttum í síðustu viku. Lánveitingin var ákveðin sama sólarhring og neyðarlögin svokölluðu, sem eins og allir vita kipptu stoðum endanlega undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi. Báðir hafa varið ákvörðunina síðan. Geir sagði hana rétta í ljósi aðstæðna, og Davíð gekk enn lengra á prentaðri einkabloggsíðu sinni sem í daglegu tali kallast Reykjavíkurbréf. Eitt er þó erfiðara að verja, sú staðreynd sem endurspeglast í nýlegri Capacent-könnun að í ritstjóratíð Davíðs á Morgunblaðinu hefur lestur blaðsins dregist saman um þriðjung, með tilheyrandi tekjutapi fyrir útgáfufélagið.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59 Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Banabiti bóksölu? Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. 8. október 2014 08:59
Af hverju ekki neitt? Í síðustu viku voru liðin sex ár frá því að Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Óhætt er að segja að á þeim sex árum sem síðan komu hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórnir hafa komið og farið, Ísland er land í höftum og iPadar og snjallúr eru nú, eða verða brátt, í almenningseign. 15. október 2014 10:00
Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun