Efasemdir um ágæti frjálsræðis Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. október 2014 07:00 Hér á landi hefur síðustu ár og áratugi verið lyft grettistaki í að draga úr áfengisnotkun ungmenna. Nú er svo komið að Ísland stendur framar mörgum af þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við í þessum efnum og við erum langt frá því að eiga í sömu vandræðum og frændur okkar í Danmörku og Bretlandi, svo dæmi séu nefnd. Prófessor David Nutt, breskur vísindamaður sérfróður um vímuefnavanda, hafði enda orð á því í heimsókn sinni hingað til lands í boði Snarrótar í vor hversu vel hefði tekist til. Hann sagði ljóst að aukin áfengisneysla hefði valdið miklum skaða. „Nú er áfengisneysla ein algengasta dánarorsök karla á aldrinum sextán ára til fimmtugs. Mitt ráð til Íslendinga er: ekki selja áfengi utan ríkiseinkasölunnar,“ sagði hann í viðtali í Spegli Útvarpsins. Í tilefni af frumvarpi sem nú er til umræðu á Alþingi lagði Embætti landlæknis líka orð í belg. „Andstætt því sem kemur fram í greinargerð með frumvarpinu benda allar alþjóðlegar rannsóknir til þess að afnám einkasölu á áfengi muni leiða til aukinnar heildarneyslu. Enn fremur sýna rannsóknir að samhliða aukinni áfengisneyslu aukist samfélagslegur kostnaður vegna áfengistengdra vandamála,“ segir í umsögn embættisins. Þegar við bætist svo að líkast til er fólk upp til hópa ánægt með þjónustu ÁTVR þá er kannski ekki að undra að 67 prósent aðspurðra í könnun Fréttablaðsins sem birt var í gær segjast á móti áætlunum um að gera áfengissölu frjálsa. Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins leiðir í það minnsta í ljós að fólk vill ekki ana út í óvissuna, hvort heldur sem það óttast að stefna í voða góðum árangri sem hér hefur náðst í baráttunni við unglingadrykkju, eða að aukið frjálsræði í áfengissölu gæti haft í för með sér verri þjónustu, hærra verð og minna úrval. Frumvarp á borð við það sem nú liggur fyrir þinginu hefur margoft verið lagt fram áður. Málið er hitamál, í það minnsta hjá háværum minnihluta sem sækir fast að ná því í gegn í krafti trúarsetninga um ágæti frjálsræðis. En svo getur líka verið að einhverjum henti að halda á lofti í umræðunni málum, sem í raun eru engin mál, á meðan keyrðar eru í gegn, án allrar umræðu, ákvarðanir á borð við að loka framhaldsskólum landsins fyrir fólki yfir ákveðnum aldri eða að vélbyssuvæða almenna lögreglumenn. (Og haldi einhver að það hafi ekki verið ákvörðunin er rétt að hafa í huga að það er búið að senda þá alla á námskeið í notkun þessara drápstóla.) Hitt er annað mál að örugglega má bæta þjónustu við þá sem kunna með áfengi að fara og stuðla bæði að auknu úrvali og lægra vöruverði. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að áfengissala í matvöruverslunum sé leið að því marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Landlæknir á móti breyttri áfengissölu Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir að allar alþjóðlegar rannsóknir bendi til þess að afnám einkasölu ríkisins á áfengi muni leiða til aukinnar heildarneyslu. 10. október 2014 07:00 Töluverð andstaða við breytingar á áfengissölu Þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki lýstu efasemdum um ágæti þess að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. 9. október 2014 18:20 Nærri 70 prósent á móti sölu áfengis í matvöruverslunum Um það bil tveir af hverjum þremur eru á móti sölu áfengis í matvöruverslunum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðurnar koma á óvart. Þingmaður Vinstri grænna segir tíðindin hins vegar vera ánægjuleg. 23. október 2014 08:45 Áfengisfrumvarpið tekið fyrir: „Áfengisstefnan er ennþá sú sama“ Helst tekist á um hvert eigi að vísa málinu eftir fyrstu umræðu. 8. október 2014 18:52 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hér á landi hefur síðustu ár og áratugi verið lyft grettistaki í að draga úr áfengisnotkun ungmenna. Nú er svo komið að Ísland stendur framar mörgum af þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við í þessum efnum og við erum langt frá því að eiga í sömu vandræðum og frændur okkar í Danmörku og Bretlandi, svo dæmi séu nefnd. Prófessor David Nutt, breskur vísindamaður sérfróður um vímuefnavanda, hafði enda orð á því í heimsókn sinni hingað til lands í boði Snarrótar í vor hversu vel hefði tekist til. Hann sagði ljóst að aukin áfengisneysla hefði valdið miklum skaða. „Nú er áfengisneysla ein algengasta dánarorsök karla á aldrinum sextán ára til fimmtugs. Mitt ráð til Íslendinga er: ekki selja áfengi utan ríkiseinkasölunnar,“ sagði hann í viðtali í Spegli Útvarpsins. Í tilefni af frumvarpi sem nú er til umræðu á Alþingi lagði Embætti landlæknis líka orð í belg. „Andstætt því sem kemur fram í greinargerð með frumvarpinu benda allar alþjóðlegar rannsóknir til þess að afnám einkasölu á áfengi muni leiða til aukinnar heildarneyslu. Enn fremur sýna rannsóknir að samhliða aukinni áfengisneyslu aukist samfélagslegur kostnaður vegna áfengistengdra vandamála,“ segir í umsögn embættisins. Þegar við bætist svo að líkast til er fólk upp til hópa ánægt með þjónustu ÁTVR þá er kannski ekki að undra að 67 prósent aðspurðra í könnun Fréttablaðsins sem birt var í gær segjast á móti áætlunum um að gera áfengissölu frjálsa. Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins leiðir í það minnsta í ljós að fólk vill ekki ana út í óvissuna, hvort heldur sem það óttast að stefna í voða góðum árangri sem hér hefur náðst í baráttunni við unglingadrykkju, eða að aukið frjálsræði í áfengissölu gæti haft í för með sér verri þjónustu, hærra verð og minna úrval. Frumvarp á borð við það sem nú liggur fyrir þinginu hefur margoft verið lagt fram áður. Málið er hitamál, í það minnsta hjá háværum minnihluta sem sækir fast að ná því í gegn í krafti trúarsetninga um ágæti frjálsræðis. En svo getur líka verið að einhverjum henti að halda á lofti í umræðunni málum, sem í raun eru engin mál, á meðan keyrðar eru í gegn, án allrar umræðu, ákvarðanir á borð við að loka framhaldsskólum landsins fyrir fólki yfir ákveðnum aldri eða að vélbyssuvæða almenna lögreglumenn. (Og haldi einhver að það hafi ekki verið ákvörðunin er rétt að hafa í huga að það er búið að senda þá alla á námskeið í notkun þessara drápstóla.) Hitt er annað mál að örugglega má bæta þjónustu við þá sem kunna með áfengi að fara og stuðla bæði að auknu úrvali og lægra vöruverði. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að áfengissala í matvöruverslunum sé leið að því marki.
Landlæknir á móti breyttri áfengissölu Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir að allar alþjóðlegar rannsóknir bendi til þess að afnám einkasölu ríkisins á áfengi muni leiða til aukinnar heildarneyslu. 10. október 2014 07:00
Töluverð andstaða við breytingar á áfengissölu Þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki lýstu efasemdum um ágæti þess að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. 9. október 2014 18:20
Nærri 70 prósent á móti sölu áfengis í matvöruverslunum Um það bil tveir af hverjum þremur eru á móti sölu áfengis í matvöruverslunum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðurnar koma á óvart. Þingmaður Vinstri grænna segir tíðindin hins vegar vera ánægjuleg. 23. október 2014 08:45
Áfengisfrumvarpið tekið fyrir: „Áfengisstefnan er ennþá sú sama“ Helst tekist á um hvert eigi að vísa málinu eftir fyrstu umræðu. 8. október 2014 18:52
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun