Hvernig á að segja bless við lífið? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2014 11:00 Leið Bækur: Leið Heiðrún Ólafsdóttir Sæmundur Söguhetjan í skáldsögu Heiðrúnar Ólafsdóttur Leið er ekki á góðum stað í lífinu – og þó. Hún Signý hefur nefnilega sæst við lífið með því að taka þá ákvörðun að kveðja það. Í upphafi sögu vaknar hún á síðasta degi lífs síns og lýsir í fyrstu persónu því sem hún tekur sér fyrir hendur þann dag, skýtur inn í minningum úr fortíðinni og smátt og smátt raðast upp mynd af konu sem skemmd er af heimilisofbeldi í uppvextinum og hefur í raun aldrei náð tökum á lífinu. Hún er ekki þunglynd, að því er lesandanum virðist, hún hefur bara ákveðið að nú sé nóg komið, vill ekki meir. Signý er vel sköpuð persóna sem lesandinn finnur til samkenndar með og saga hennar snertir á samfélagsmeinum sem við þekkjum flest. Foreldrarnir eru reyndar dálítið steríótýpískir; góða, kúgaða konan sem breiðir yfir ofbeldi eiginmannsins og frægi leikarinn sem er elskaður og dáður út á við en djöfull í mannsmynd inni á heimilinu. Heiðrún er hins vegar það góður sögumaður að lesandinn tekur þessar persónur góðar og gildar, skilur bæði þær og afstöðu Signýjar til þeirra. Aðrar aukapersónur eru líka ágætlega dregnar, einkum ógæfukonan Krissa sem verður óvart örlagavaldur í sögu Signýjar. Heiðrún er prýðilegur stílisti og skrifar af öryggi þrátt fyrir að Leið sé hennar fyrsta skáldsaga. Sagan rennur vel og púslin raðast saman á góðum hraða. Atvikin sem smátt og smátt eru afhjúpuð halda athygli lesandans og fá hann til að vilja vita meira um það hvað hafi leitt Signýju að þeirri niðurstöðu að lífið sé ekki þess virði að lifa því. Gallinn er hins vegar sá að ekkert í sögu hennar gerir lesandanum skiljanlegt hvernig hún komst að þessari niðurstöðu. Er ekki fullt af fólki sem á við stærri vandamál að stríða og heldur samt áfram að berjast? Höfundurinn hefur reyndar sagt í viðtölum að það sé akkúrat það sem hún hafi viljað varpa ljósi á. Að sú ákvörðun að binda endi á líf sitt snúist ekki endilega um einhver stór ytri áföll og í Signýjar tilfelli hafi droparnir einfaldlega safnast saman þar til út úr flóði. Sem er auðvitað oft tilfellið í lífinu sjálfu en veldur óneitanlega því að skáldsagan nær ekki þeim slagkrafti sem eftir er sóst og að lestri loknum er lesandinn engu nær því að skilja hvað veldur því að sögupersónan treystir sér ekki til að lifa lengur. Sem er synd því höfundi liggur mikið á hjarta og sagan ætti að hafa mun dýpri áhrif.Niðurstaða: Vel skrifuð saga um viðkvæmt efni, en nær ekki þeim slagkrafti sem efnið býður upp á. Gagnrýni Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bækur: Leið Heiðrún Ólafsdóttir Sæmundur Söguhetjan í skáldsögu Heiðrúnar Ólafsdóttur Leið er ekki á góðum stað í lífinu – og þó. Hún Signý hefur nefnilega sæst við lífið með því að taka þá ákvörðun að kveðja það. Í upphafi sögu vaknar hún á síðasta degi lífs síns og lýsir í fyrstu persónu því sem hún tekur sér fyrir hendur þann dag, skýtur inn í minningum úr fortíðinni og smátt og smátt raðast upp mynd af konu sem skemmd er af heimilisofbeldi í uppvextinum og hefur í raun aldrei náð tökum á lífinu. Hún er ekki þunglynd, að því er lesandanum virðist, hún hefur bara ákveðið að nú sé nóg komið, vill ekki meir. Signý er vel sköpuð persóna sem lesandinn finnur til samkenndar með og saga hennar snertir á samfélagsmeinum sem við þekkjum flest. Foreldrarnir eru reyndar dálítið steríótýpískir; góða, kúgaða konan sem breiðir yfir ofbeldi eiginmannsins og frægi leikarinn sem er elskaður og dáður út á við en djöfull í mannsmynd inni á heimilinu. Heiðrún er hins vegar það góður sögumaður að lesandinn tekur þessar persónur góðar og gildar, skilur bæði þær og afstöðu Signýjar til þeirra. Aðrar aukapersónur eru líka ágætlega dregnar, einkum ógæfukonan Krissa sem verður óvart örlagavaldur í sögu Signýjar. Heiðrún er prýðilegur stílisti og skrifar af öryggi þrátt fyrir að Leið sé hennar fyrsta skáldsaga. Sagan rennur vel og púslin raðast saman á góðum hraða. Atvikin sem smátt og smátt eru afhjúpuð halda athygli lesandans og fá hann til að vilja vita meira um það hvað hafi leitt Signýju að þeirri niðurstöðu að lífið sé ekki þess virði að lifa því. Gallinn er hins vegar sá að ekkert í sögu hennar gerir lesandanum skiljanlegt hvernig hún komst að þessari niðurstöðu. Er ekki fullt af fólki sem á við stærri vandamál að stríða og heldur samt áfram að berjast? Höfundurinn hefur reyndar sagt í viðtölum að það sé akkúrat það sem hún hafi viljað varpa ljósi á. Að sú ákvörðun að binda endi á líf sitt snúist ekki endilega um einhver stór ytri áföll og í Signýjar tilfelli hafi droparnir einfaldlega safnast saman þar til út úr flóði. Sem er auðvitað oft tilfellið í lífinu sjálfu en veldur óneitanlega því að skáldsagan nær ekki þeim slagkrafti sem eftir er sóst og að lestri loknum er lesandinn engu nær því að skilja hvað veldur því að sögupersónan treystir sér ekki til að lifa lengur. Sem er synd því höfundi liggur mikið á hjarta og sagan ætti að hafa mun dýpri áhrif.Niðurstaða: Vel skrifuð saga um viðkvæmt efni, en nær ekki þeim slagkrafti sem efnið býður upp á.
Gagnrýni Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira