Gosmengun í byggð gæti versnað í vetur Svavar Hávarðsson skrifar 30. október 2014 07:00 Veðurstofan gaf það út í gær að nýja hraunið [Nornahraun] sé það stærsta sem hefur runnið á Íslandi frá því í Skaftáreldum 1783. Það er 65 ferkílómetrar að stærð. mynd/mtg Haldi eldgosið í Holuhrauni áfram næstu vikur og mánuði, eins og flest bendir til, má búast við enn hærri mengunartoppum í byggð en sést hafa í haust. Við þær aðstæður sem hættast er við svifryksmengun má búast við verulega skertum loftgæðum liggi gosmökkurinn yfir svæðinu á sama tíma. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að með breyttum veðuraðstæðum í vetur geti brennisteinsdíoxíðmengun frá eldgosinu í Holuhrauni orðið enn hvimleiðari en hingað til – ekki síst í froststillum. Árstíðasveifla mælinga á mengun hér á landi sýni þetta ótvírætt.Þorsteinn JóhannssonEins og komið hefur fram mældist mengun á Höfn í Hornafirði 21.000 míkrógrömm á rúmmetra á sunnudag og sprengdi það skala Umhverfisstofnunar í upplýsingatöflu um viðbrögð við mengun. Þorsteinn játar því að enginn hafi í raun búist við að mengun í byggð gæti náð þeim hæðum sem hún gerði á Höfn. Þá hafi fáir búist við því að mengun myndi mælast allt að 250 míkrógrömm í Noregi og Austurríki, eins og þó er raunin. Þá bendir Þorsteinn á til samanburðar að fyrir eldgosið hafi hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði verið um 200 míkrógrömm við Grundartanga. Hins vegar hafi gasmengun mælst 90.000 míkrógrömm í eftirlitsflugi við Vatnajökul, og slegið í 130.000 míkrógrömm á mæli vísindamanns við eldstöðina. Spurður um þýðingu þessa fyrir höfuðborgarsvæðið, og önnur svæði þar sem svifryk hefur ítrekað verið vandamál að vetri, segir Þorsteinn að þegar gosmengunin fari saman við svifryk þá geti komið upp ný staða varðandi loftgæði. „Áhrif af hverju og einu efni hafa verið rannsökuð. Samlegðaráhrif fleiri loftmengunarefna á heilsu geta verið mikil, enda magna þau hvert annað upp. Þessi kokteill hefði enn meiri heilsufarsáhrif en erfitt er að segja hversu mikil nákvæmlega,“ segir Þorsteinn. Bárðarbunga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Haldi eldgosið í Holuhrauni áfram næstu vikur og mánuði, eins og flest bendir til, má búast við enn hærri mengunartoppum í byggð en sést hafa í haust. Við þær aðstæður sem hættast er við svifryksmengun má búast við verulega skertum loftgæðum liggi gosmökkurinn yfir svæðinu á sama tíma. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að með breyttum veðuraðstæðum í vetur geti brennisteinsdíoxíðmengun frá eldgosinu í Holuhrauni orðið enn hvimleiðari en hingað til – ekki síst í froststillum. Árstíðasveifla mælinga á mengun hér á landi sýni þetta ótvírætt.Þorsteinn JóhannssonEins og komið hefur fram mældist mengun á Höfn í Hornafirði 21.000 míkrógrömm á rúmmetra á sunnudag og sprengdi það skala Umhverfisstofnunar í upplýsingatöflu um viðbrögð við mengun. Þorsteinn játar því að enginn hafi í raun búist við að mengun í byggð gæti náð þeim hæðum sem hún gerði á Höfn. Þá hafi fáir búist við því að mengun myndi mælast allt að 250 míkrógrömm í Noregi og Austurríki, eins og þó er raunin. Þá bendir Þorsteinn á til samanburðar að fyrir eldgosið hafi hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði verið um 200 míkrógrömm við Grundartanga. Hins vegar hafi gasmengun mælst 90.000 míkrógrömm í eftirlitsflugi við Vatnajökul, og slegið í 130.000 míkrógrömm á mæli vísindamanns við eldstöðina. Spurður um þýðingu þessa fyrir höfuðborgarsvæðið, og önnur svæði þar sem svifryk hefur ítrekað verið vandamál að vetri, segir Þorsteinn að þegar gosmengunin fari saman við svifryk þá geti komið upp ný staða varðandi loftgæði. „Áhrif af hverju og einu efni hafa verið rannsökuð. Samlegðaráhrif fleiri loftmengunarefna á heilsu geta verið mikil, enda magna þau hvert annað upp. Þessi kokteill hefði enn meiri heilsufarsáhrif en erfitt er að segja hversu mikil nákvæmlega,“ segir Þorsteinn.
Bárðarbunga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira