Spjallað um veðrið Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 14:00 Vinur minn, vindurinn Bækur: Vinur minn vindurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Vinur minn, vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur kom nýlega út hjá Bókabeitunni. Um er að ræða ríkulega myndskreytta barnabók sem fræðir unga lesendur um veðrið – ja, eða vindinn, nánar tiltekið. Eins og titillinn bendir til er vindurinn persónugerður í bókinni, og lesandinn fylgir honum í leik á hverri opnu. Hann leikur sér á ólíkan máta, enda er hann ekki alltaf í sama skapi. Höfundur ræðir um ólíkar birtingarmyndir vindsins og mismunandi nöfn sem eiga við hverju sinni. Lesandinn er ávarpaður og tilfinningin er dálítið eins og kennslustund, en blessunarlega laus við allt yfirlæti. Sagan verður nálæg lesandanum þegar hann er ávarpaður, en það er gert á ýmsa vegu. Sums staðar spyr sögumaður spurninga, annars staðar biður hann lesandann um að gera lítil verkefni eins og að blása eins og vindurinn, og á enn öðrum stöðum vísar hann í athafnir barnanna, svo sem baðferðir og pollahopp. Textinn er bæði einfaldur og leikandi; skemmtilegur í upplestri. Myndirnar eru líka skemmtilegar, en þar fylgjumst við með eldhressum ketti njóta lífsins úti í guðsgrænni náttúrunni og veðráttan hefur vitaskuld áhrif á hvað hann tekur sér fyrir hendur. Þannig eru myndirnar aukalag ofan á söguna, myndasaga um þennan ónefnda kött sem aldrei kemur fyrir í textanum. Þó að bókin fjalli aðallega um vindinn minnist höfundur einnig á önnur veðurfræðileg fyrirbrigði eins og rigningu og sólskinsveður. Í lok bókarinnar er svo opna þar sem upp eru talin átján orð sem nota má til að lýsa ólíku veðri. Hvað útlit bókarinnar varðar er það nokkuð vel heppnað. Brotið er fallegt og blaðsíðurnar þykkar og mattar. Leturval á texta dregur heildarmyndina aðeins niður en það stingur örlítið í stúf við annars vel úthugsaða uppsetningu opnanna.Niðurstaða: Fjörug og lærdómsrík bók, lifandi og fallegar myndir. Sögumaður fræðir og spjallar við lesendur um veðrið með virðingu. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Vinur minn vindurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Vinur minn, vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur kom nýlega út hjá Bókabeitunni. Um er að ræða ríkulega myndskreytta barnabók sem fræðir unga lesendur um veðrið – ja, eða vindinn, nánar tiltekið. Eins og titillinn bendir til er vindurinn persónugerður í bókinni, og lesandinn fylgir honum í leik á hverri opnu. Hann leikur sér á ólíkan máta, enda er hann ekki alltaf í sama skapi. Höfundur ræðir um ólíkar birtingarmyndir vindsins og mismunandi nöfn sem eiga við hverju sinni. Lesandinn er ávarpaður og tilfinningin er dálítið eins og kennslustund, en blessunarlega laus við allt yfirlæti. Sagan verður nálæg lesandanum þegar hann er ávarpaður, en það er gert á ýmsa vegu. Sums staðar spyr sögumaður spurninga, annars staðar biður hann lesandann um að gera lítil verkefni eins og að blása eins og vindurinn, og á enn öðrum stöðum vísar hann í athafnir barnanna, svo sem baðferðir og pollahopp. Textinn er bæði einfaldur og leikandi; skemmtilegur í upplestri. Myndirnar eru líka skemmtilegar, en þar fylgjumst við með eldhressum ketti njóta lífsins úti í guðsgrænni náttúrunni og veðráttan hefur vitaskuld áhrif á hvað hann tekur sér fyrir hendur. Þannig eru myndirnar aukalag ofan á söguna, myndasaga um þennan ónefnda kött sem aldrei kemur fyrir í textanum. Þó að bókin fjalli aðallega um vindinn minnist höfundur einnig á önnur veðurfræðileg fyrirbrigði eins og rigningu og sólskinsveður. Í lok bókarinnar er svo opna þar sem upp eru talin átján orð sem nota má til að lýsa ólíku veðri. Hvað útlit bókarinnar varðar er það nokkuð vel heppnað. Brotið er fallegt og blaðsíðurnar þykkar og mattar. Leturval á texta dregur heildarmyndina aðeins niður en það stingur örlítið í stúf við annars vel úthugsaða uppsetningu opnanna.Niðurstaða: Fjörug og lærdómsrík bók, lifandi og fallegar myndir. Sögumaður fræðir og spjallar við lesendur um veðrið með virðingu.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira