Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2014 00:01 Haraldur Briem „Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is Bárðarbunga Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
„Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is
Bárðarbunga Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira