Nálægðin getur verið erfið Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Sigurjón J. Sigurðsson. Frá stofnun Bæjarins besta á Ísafirði fyrir þrjátíu árum hefur aldrei fallið út vika í útgáfu. Mynd/Bæjarins besta Á föstudaginn kemur er vikuritið Bæjarins besta á Ísafirði 30 ára gamalt. Í janúarbyrjun komandi er svo jafnframt 15 ára afmæli fréttavefsins bb.is. Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta og bb.is, segir rétt að aldrei hafi fallið út vika í útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína. „Og það þótt við búum á svona erfiðu svæði,“ bætir hann við. Fyrstu árin hafi hins vegar verið sérstaklega erfið því þá hafi blaðið verið sett upp á gamla mátann. „Við þurftum að líma það upp eins og gert var þá og senda til Reykjavíkur í vinnslu og fá plötur til baka í flugi.“ Blaðið var svo prentað fyrir vestan. Þótt vel hafi gengið og blaðið orðið þetta gamalt segir Sigurjón vissulega hafa komið erfiða tíma inn á milli. „Það er ekkert auðvelt verk að gefa út blað í svona litlu samfélagi,“ segir hann, en bætir við að hann hafi aldrei látið nálægðina við viðfangsefnin stöðva sig. „Fréttir eru fréttir, hvort sem öllum líkar þær eða ekki,“ segir hann, en viðurkennir um leið að sumt hafi verið erfiðara en annað. „Erfiðast var þetta í kring um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og við vorum náttúrlega með ljósmyndara á vettvangi í Súðavík, sem var þarna björgunarmaður líka, meðeigandi minn í blaðinu.“ Fyrsta hálfa árið var Bæjarins besta fríblað með sjónvarpsdagskrá og skemmtiefni, en eftir það ákváðu stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, að breyta því í fréttablað. „Fyrstu árin dreifðum við blaðinu frítt, en svo fór það í sölu og var þannig alveg þangað til um áramótin 2012/2013 þegar við breyttum því aftur í fríblað.“ Það segir Sigurjón fyrst og fremst hafa verið gert til þess að efla auglýsingasölu í blaðið, því auglýsendur hafi verið viljugri til að auglýsa í fríblaði en áskriftar- og sölublaði. Sigurjón segir það samt hafa kallað á dálitla umhugsun að breyta blaðinu aftur. Í gegn um tíðina hefur Bæjarins besta fengið samkeppni frá einum fjórum eða fimm blöðum, bæði sjónvarpsdagskrám og fréttablöðum. „En þau hafa öll hætt og ég hef bara brugðist við með því að gefa út betra blað, en ekki farið út í fríblaðsformið.“ Núna sé blaðinu hins vegar dreift í öll hús á svæðinu sem ekki var orðið á þeim tíma. Síðan styðji blaðið vefinn og öfugt. Sigurjón vonast til þess að Bæjarins besta eigi langa framtíð fyrir sér enn, þótt hann sjái ekki fyrir sér þrjátíu ár í viðbót. „Ég ætla ekki að vera í þessu fram í nírætt,“ segir hann og hlær. „En ég vona svo sannarlega að áfram verði haldið hér úti fréttablaði næstu áratugina.“ Fréttir af flugi Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Á föstudaginn kemur er vikuritið Bæjarins besta á Ísafirði 30 ára gamalt. Í janúarbyrjun komandi er svo jafnframt 15 ára afmæli fréttavefsins bb.is. Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta og bb.is, segir rétt að aldrei hafi fallið út vika í útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína. „Og það þótt við búum á svona erfiðu svæði,“ bætir hann við. Fyrstu árin hafi hins vegar verið sérstaklega erfið því þá hafi blaðið verið sett upp á gamla mátann. „Við þurftum að líma það upp eins og gert var þá og senda til Reykjavíkur í vinnslu og fá plötur til baka í flugi.“ Blaðið var svo prentað fyrir vestan. Þótt vel hafi gengið og blaðið orðið þetta gamalt segir Sigurjón vissulega hafa komið erfiða tíma inn á milli. „Það er ekkert auðvelt verk að gefa út blað í svona litlu samfélagi,“ segir hann, en bætir við að hann hafi aldrei látið nálægðina við viðfangsefnin stöðva sig. „Fréttir eru fréttir, hvort sem öllum líkar þær eða ekki,“ segir hann, en viðurkennir um leið að sumt hafi verið erfiðara en annað. „Erfiðast var þetta í kring um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og við vorum náttúrlega með ljósmyndara á vettvangi í Súðavík, sem var þarna björgunarmaður líka, meðeigandi minn í blaðinu.“ Fyrsta hálfa árið var Bæjarins besta fríblað með sjónvarpsdagskrá og skemmtiefni, en eftir það ákváðu stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, að breyta því í fréttablað. „Fyrstu árin dreifðum við blaðinu frítt, en svo fór það í sölu og var þannig alveg þangað til um áramótin 2012/2013 þegar við breyttum því aftur í fríblað.“ Það segir Sigurjón fyrst og fremst hafa verið gert til þess að efla auglýsingasölu í blaðið, því auglýsendur hafi verið viljugri til að auglýsa í fríblaði en áskriftar- og sölublaði. Sigurjón segir það samt hafa kallað á dálitla umhugsun að breyta blaðinu aftur. Í gegn um tíðina hefur Bæjarins besta fengið samkeppni frá einum fjórum eða fimm blöðum, bæði sjónvarpsdagskrám og fréttablöðum. „En þau hafa öll hætt og ég hef bara brugðist við með því að gefa út betra blað, en ekki farið út í fríblaðsformið.“ Núna sé blaðinu hins vegar dreift í öll hús á svæðinu sem ekki var orðið á þeim tíma. Síðan styðji blaðið vefinn og öfugt. Sigurjón vonast til þess að Bæjarins besta eigi langa framtíð fyrir sér enn, þótt hann sjái ekki fyrir sér þrjátíu ár í viðbót. „Ég ætla ekki að vera í þessu fram í nírætt,“ segir hann og hlær. „En ég vona svo sannarlega að áfram verði haldið hér úti fréttablaði næstu áratugina.“
Fréttir af flugi Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira