Hefja rannsóknir á meðferðum við ebólu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Bærinn Jene-Wonde í Líberíu fékk sinn skerf af ebólu þegar kennari kom með veika dóttur sína í bæinn. Þau létust bæði stuttu síðar ásamt allri fjölskyldu sinni. Fréttablaðið/AP Tilraunir með lyf og mótefni gegn ebólu hefjast í Vestur-Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómnum. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rannsakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúklingar meðhöndlaðir með veirusýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Duncan, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumanninum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verður veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunarkonuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álfunnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstaklinga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæðum og skoðunum þeirra sé grundvallaratriði fyrir því að rannsóknin verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Ebóla Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Tilraunir með lyf og mótefni gegn ebólu hefjast í Vestur-Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómnum. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rannsakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúklingar meðhöndlaðir með veirusýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Duncan, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumanninum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verður veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunarkonuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álfunnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstaklinga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæðum og skoðunum þeirra sé grundvallaratriði fyrir því að rannsóknin verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.
Ebóla Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira