Dásamlegur andlitsskrúbbur fyrir viðkvæma húð. Auðvelt er að búa hann til og margir eiga hráefnin nú þegar til í eldhúsinu.
Uppskrift:
½ bolli haframjöl
3 matskeiðar hunang
4 matskeiðar hrein jógúrt
Byrjið á því að mylja haframjölið í matvinnsluvél. Blandið svo öllum hráefnunum saman og berið á andlit með hringlaga hreyfingum. Leyfið skrúbbnum að liggja á húðinni í 20–30 mínútur. Hreinsið af með rökum þvottapoka.
