Er langtímanotkun á titrara hættuleg? Sigga Dögg skrifar 22. nóvember 2014 10:00 vísir/getty Spurning: Sæl Sigga. Til að byrja með langar mig að þakka fyrir frábæra og fræðandi pistla í Fréttablaðinu um ýmislegt tengt kynlífi. Hefur verið margt fróðlegt þótt ég sé ekki unglingur lengur. En hér koma mínar pælingar. Það er miserfitt fyrir konur að fá fullnægingu og finnst mér það vera frekar auðvelt hjá þeim sem ég þekki og heyri í kringum mig. Þetta hefur alltaf verið vesen fyrir mig og fékk fyrst fullnægingu 23 ára með titrandi eggi. Hef aldrei fengið fullnægingu í kynlífi þrátt fyrir að hafa verið í einu löngu sambandi með manni og vildi ég ekki mikið leyfa honum að sleikja mig eða nota neitt á mig. Hef sem sagt hvorki fengið sníps- né leggangafullnægingu í kynlífi. Get fengið fullnægingu sjálf en bara með titrandi eggi. Gæti ekki fengið með fingrunum einum saman þar sem er svo mikill kraftur í egginu að ég held að það sé ekki hægt með því að sleikja eða putta mig. Hefur allavega ekki gerst hingað til. Geta egg eða víbratorar skemmt næmni í píkunni? Eru sumir sem geta ekki fengið fullnægingu eða er þetta bara klaufaskapur í mér? Takk, takk. Svar: Sæl og kærar þakkir fyrir hólið. Ég ráðfærði mig við einn af okkar færustu kvensjúkdómalæknum sem sagði að titrari (egg) ætti ekki að skaða næmni píkunnar eða draga úr henni. Það er allt í lagi að nota egg og aðra titrara í kynlífi með öðrum einstaklingum og eru töluvert margir sem gera einmitt það. Þú segist hafa fengið fullnægingu í sjálfsfróun sem segir mér að þú getir fengið fullnægingu. Þú segir líka að þú hafir ekki prófað munnmök eða notað kynlífstæki í kynlífi með bólfélaga en bæði gæti verið ánægjulegt og er algeng leið fyrir konur til að fá fullnægingu. Það er minnihluti kvenna sem greinir frá því að geta fengið fullnægingu í samförum við lim án þess að örva snípinn, hvort sem er með höndum eða titrara. Þú ert því ekki skrítin heldur virkar píkan bara svona, snípurinn þarf örvun. Ég hugsa heldur ekki að þú sért klaufi en þú gætir þurft að skoða hvernig þér líður í kynlífi og hverjar hugsanirnar eru þegar þú stundar sjálfsfróun með egginu. Kynlíf byrjar í höfðinu á þér og því er gott að geta leyft sér að fara á vit fantasíanna þegar kynlíf er stundað, hvort sem er ein eða með bólfélaga. Eins að fylgjast með hvað þér þykir gott þegar þú stundar sjálfsfróun. Þetta er spurning um ákveðna æfingu til að þekkja inn á eigin líkama auk þess að vera með bólfélaga sem þú treystir og líður vel með. Kynlíf snýst um að læra á líkama hvort annars en þá er gott að byrja á því að þekkja sinn eigin áður en maður kennir öðrum á hann. Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Spurning: Sæl Sigga. Til að byrja með langar mig að þakka fyrir frábæra og fræðandi pistla í Fréttablaðinu um ýmislegt tengt kynlífi. Hefur verið margt fróðlegt þótt ég sé ekki unglingur lengur. En hér koma mínar pælingar. Það er miserfitt fyrir konur að fá fullnægingu og finnst mér það vera frekar auðvelt hjá þeim sem ég þekki og heyri í kringum mig. Þetta hefur alltaf verið vesen fyrir mig og fékk fyrst fullnægingu 23 ára með titrandi eggi. Hef aldrei fengið fullnægingu í kynlífi þrátt fyrir að hafa verið í einu löngu sambandi með manni og vildi ég ekki mikið leyfa honum að sleikja mig eða nota neitt á mig. Hef sem sagt hvorki fengið sníps- né leggangafullnægingu í kynlífi. Get fengið fullnægingu sjálf en bara með titrandi eggi. Gæti ekki fengið með fingrunum einum saman þar sem er svo mikill kraftur í egginu að ég held að það sé ekki hægt með því að sleikja eða putta mig. Hefur allavega ekki gerst hingað til. Geta egg eða víbratorar skemmt næmni í píkunni? Eru sumir sem geta ekki fengið fullnægingu eða er þetta bara klaufaskapur í mér? Takk, takk. Svar: Sæl og kærar þakkir fyrir hólið. Ég ráðfærði mig við einn af okkar færustu kvensjúkdómalæknum sem sagði að titrari (egg) ætti ekki að skaða næmni píkunnar eða draga úr henni. Það er allt í lagi að nota egg og aðra titrara í kynlífi með öðrum einstaklingum og eru töluvert margir sem gera einmitt það. Þú segist hafa fengið fullnægingu í sjálfsfróun sem segir mér að þú getir fengið fullnægingu. Þú segir líka að þú hafir ekki prófað munnmök eða notað kynlífstæki í kynlífi með bólfélaga en bæði gæti verið ánægjulegt og er algeng leið fyrir konur til að fá fullnægingu. Það er minnihluti kvenna sem greinir frá því að geta fengið fullnægingu í samförum við lim án þess að örva snípinn, hvort sem er með höndum eða titrara. Þú ert því ekki skrítin heldur virkar píkan bara svona, snípurinn þarf örvun. Ég hugsa heldur ekki að þú sért klaufi en þú gætir þurft að skoða hvernig þér líður í kynlífi og hverjar hugsanirnar eru þegar þú stundar sjálfsfróun með egginu. Kynlíf byrjar í höfðinu á þér og því er gott að geta leyft sér að fara á vit fantasíanna þegar kynlíf er stundað, hvort sem er ein eða með bólfélaga. Eins að fylgjast með hvað þér þykir gott þegar þú stundar sjálfsfróun. Þetta er spurning um ákveðna æfingu til að þekkja inn á eigin líkama auk þess að vera með bólfélaga sem þú treystir og líður vel með. Kynlíf snýst um að læra á líkama hvort annars en þá er gott að byrja á því að þekkja sinn eigin áður en maður kennir öðrum á hann.
Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira