Bakaði vikulega fyrir vinnufélagana Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 5. desember 2014 14:00 Eyjólfur Kolbeinsson fékk Kitchen Aid-hrærivél í afmælisgjöf og hefur verið duglegur að baka fyrir vinnufélagana síðan. Mynd/Valli Eyjólfur Kolbeins kennari fékk Kitchen Aid-hrærivél í þrítugsafmælisgjöf frá vinnufélögum sínum. Til að þakka fyrir sig fannst honum hann knúinn til að koma með köku fyrir samstarfsfólkið nánast vikulega allan síðasta vetur. „Einu sinni prófaði ég að gera köku ársins 2014 sem var ópalsúkkulaðikaka og vinnufélagarnir vildu meina að mín kaka væri betri en alvöru kaka ársins, það var meira að segja smakkpróf. Þannig þróaðist það að ég fór að vinna með ópalsúkkulaði og þessi eftirréttur varð til. Mér finnst ágætt að nota vinnufélagana í að smakka hitt og þetta og þeir voru á því að eftirrétturinn væri hrikalega góður,“ segir Eyjólfur og bætir við að hann sé virkilega virkur í eldhúsinu, sérstaklega eftir tilkomu hrærivélarinnar.Ópalsúkkulaði-karamellumúsin er girnileg. myndir/valliÓPALsúkkulaði- og karamellumúsÓpalsúkkulaðimús4 eggjahvítur4 eggjarauður80 g flórsykur200 g suðusúkkulaðirauður ÓpalEggjahvíturnar eru stífþeyttar og teknar til hliðar. Eggjarauðurnar eru þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Ópalið er brætt í örbylgjuofni og svo sett með súkkulaðinu sem er brætt yfir vatnsbaði. Ópalsúkkulaðiblöndunni er blandað saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn. Eggjahvítunum er svo bætt rólega við með sleikju. Súkkulaðimúsinni er síðan hellt í form eða krukku og hún sett í ísskáp. Karamellusúkkulaðimús 4 eggjahvítur 4 eggjarauður 80 g flórsykur 200 g karamellusúkkulaði (til dæmis karamellu-Pipp) Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og teknar til hliðar. Eggjarauðurnar eru þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og svo blandað saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn. Eggjahvítunum er bætt rólega við með sleikju. Loks er karamellusúkkulaðimúsinni hellt ofan á ópalsúkkulaðimúsina og allt saman kælt í ísskáp í lágmark tvær klukkustundir. Gott er að hafa þeyttan rjóma með. Jólamatur Mest lesið Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jólaballinu útvarpað Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól Skreytir tíundu jólin í röð Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Tími stórkostlegra tækifæra Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólaþorpið opnað í næstu viku Jól
Eyjólfur Kolbeins kennari fékk Kitchen Aid-hrærivél í þrítugsafmælisgjöf frá vinnufélögum sínum. Til að þakka fyrir sig fannst honum hann knúinn til að koma með köku fyrir samstarfsfólkið nánast vikulega allan síðasta vetur. „Einu sinni prófaði ég að gera köku ársins 2014 sem var ópalsúkkulaðikaka og vinnufélagarnir vildu meina að mín kaka væri betri en alvöru kaka ársins, það var meira að segja smakkpróf. Þannig þróaðist það að ég fór að vinna með ópalsúkkulaði og þessi eftirréttur varð til. Mér finnst ágætt að nota vinnufélagana í að smakka hitt og þetta og þeir voru á því að eftirrétturinn væri hrikalega góður,“ segir Eyjólfur og bætir við að hann sé virkilega virkur í eldhúsinu, sérstaklega eftir tilkomu hrærivélarinnar.Ópalsúkkulaði-karamellumúsin er girnileg. myndir/valliÓPALsúkkulaði- og karamellumúsÓpalsúkkulaðimús4 eggjahvítur4 eggjarauður80 g flórsykur200 g suðusúkkulaðirauður ÓpalEggjahvíturnar eru stífþeyttar og teknar til hliðar. Eggjarauðurnar eru þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Ópalið er brætt í örbylgjuofni og svo sett með súkkulaðinu sem er brætt yfir vatnsbaði. Ópalsúkkulaðiblöndunni er blandað saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn. Eggjahvítunum er svo bætt rólega við með sleikju. Súkkulaðimúsinni er síðan hellt í form eða krukku og hún sett í ísskáp. Karamellusúkkulaðimús 4 eggjahvítur 4 eggjarauður 80 g flórsykur 200 g karamellusúkkulaði (til dæmis karamellu-Pipp) Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og teknar til hliðar. Eggjarauðurnar eru þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og svo blandað saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn. Eggjahvítunum er bætt rólega við með sleikju. Loks er karamellusúkkulaðimúsinni hellt ofan á ópalsúkkulaðimúsina og allt saman kælt í ísskáp í lágmark tvær klukkustundir. Gott er að hafa þeyttan rjóma með.
Jólamatur Mest lesið Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jólaballinu útvarpað Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól Skreytir tíundu jólin í röð Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Tími stórkostlegra tækifæra Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólaþorpið opnað í næstu viku Jól