Les Facebook og sósuleiðbeiningar Elín Albertsdóttir skrifar 1. desember 2014 10:15 Bragi Valdimar Skúlason hefur vakið mikla athygli í þáttunum Orðbragð þar sem fjallað er um íslenskt mál. Svo er hann ótrúlegur húmoristi og Baggalútur. Bragi segist vera mikið jólabarn. „Vissulega. Ég er almennt mikið hátíðarbarn; afmælisbarn, sjómannadagsbarn, áramótabarn og jafnvel verslunarmannahelgarbarn. Á jólunum geng ég að sjálfsögðu í barndóm, borða smákökudeig, fylli alla glugga af skófatnaði, föndra hálfkaraða músastiga, ríf upp ótímabæra pakka og reyni að komast ítrekað í sykur- og saltvímu. Svo tryllist ég auðvitað ef ég fæ mjúkan pakka – og sofna loks undir jólatrénu vafinn í sundurtættan gjafapappír með súkkulaðitaum úr munnvikinu.Lestu margar bækur um jólin? Af fenginni reynslu undanfarinna ára er svarið nei. Sennilega les ég ekki eina einustu bók yfir jólin. Ég er meira í að lesa jólakort, boðskort í hin og þessi jólaboð, innihaldslýsingar á sósupökkum, notkunarleiðbeiningar á tryllingslega flóknum japönskum rafleikföngum, leiðbeiningar um hvernig ná má misklístruðu konfektinnihaldi úr hvítum sparikjólum – og auðvitað Facebook-færslur um hvað annað fólk er að lesa skemmtilegt.Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið?Ég hef alltaf verið hrifinn af bókinni um litla strákinn sem fæddist í fjósi, af því mamma hans og pabbi tímdu ekki að borga fyrir hótelherbergi. Fannst reyndar alltaf pínu skrítið að það mættu bara þrír gamlir kallar í „barnasturtuna“. Líka einkennilegt að yfirvöld hafi leyft þeim að halda barninu, þó ekki væri nema af hreinlætisástæðum. En það var auðvitað allt meira líbó þarna á hippatímabilinu.Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól?Ég vil auðvitað að sem flestir gefi mér Orðbragðsbókina, því ég fæ prósentur af henni. Annars má alveg gefa mér nýju Ástríksbókina, sem er, telst mér til, það eina vitræna sem komið hefur út síðan, tjah, síðan síðasta Ástríksbók kom út 1983. Jólafréttir Mest lesið Jólaballinu útvarpað Jólin Sósan má ekki klikka Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Svo gaman að gleðja börnin Jól Hollt góðgæti fyrir jólin Jól Nýtir allan fuglinn Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Íslenskt og kósí Jólin Krakkar mínir komið þið sæl Jól Börnin baka jólaskrautið Jól
Bragi Valdimar Skúlason hefur vakið mikla athygli í þáttunum Orðbragð þar sem fjallað er um íslenskt mál. Svo er hann ótrúlegur húmoristi og Baggalútur. Bragi segist vera mikið jólabarn. „Vissulega. Ég er almennt mikið hátíðarbarn; afmælisbarn, sjómannadagsbarn, áramótabarn og jafnvel verslunarmannahelgarbarn. Á jólunum geng ég að sjálfsögðu í barndóm, borða smákökudeig, fylli alla glugga af skófatnaði, föndra hálfkaraða músastiga, ríf upp ótímabæra pakka og reyni að komast ítrekað í sykur- og saltvímu. Svo tryllist ég auðvitað ef ég fæ mjúkan pakka – og sofna loks undir jólatrénu vafinn í sundurtættan gjafapappír með súkkulaðitaum úr munnvikinu.Lestu margar bækur um jólin? Af fenginni reynslu undanfarinna ára er svarið nei. Sennilega les ég ekki eina einustu bók yfir jólin. Ég er meira í að lesa jólakort, boðskort í hin og þessi jólaboð, innihaldslýsingar á sósupökkum, notkunarleiðbeiningar á tryllingslega flóknum japönskum rafleikföngum, leiðbeiningar um hvernig ná má misklístruðu konfektinnihaldi úr hvítum sparikjólum – og auðvitað Facebook-færslur um hvað annað fólk er að lesa skemmtilegt.Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið?Ég hef alltaf verið hrifinn af bókinni um litla strákinn sem fæddist í fjósi, af því mamma hans og pabbi tímdu ekki að borga fyrir hótelherbergi. Fannst reyndar alltaf pínu skrítið að það mættu bara þrír gamlir kallar í „barnasturtuna“. Líka einkennilegt að yfirvöld hafi leyft þeim að halda barninu, þó ekki væri nema af hreinlætisástæðum. En það var auðvitað allt meira líbó þarna á hippatímabilinu.Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól?Ég vil auðvitað að sem flestir gefi mér Orðbragðsbókina, því ég fæ prósentur af henni. Annars má alveg gefa mér nýju Ástríksbókina, sem er, telst mér til, það eina vitræna sem komið hefur út síðan, tjah, síðan síðasta Ástríksbók kom út 1983.
Jólafréttir Mest lesið Jólaballinu útvarpað Jólin Sósan má ekki klikka Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Svo gaman að gleðja börnin Jól Hollt góðgæti fyrir jólin Jól Nýtir allan fuglinn Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Íslenskt og kósí Jólin Krakkar mínir komið þið sæl Jól Börnin baka jólaskrautið Jól