Breytingar haft áhrif á fæðingarorlof feðra Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Breytingar á umgjörð fæðingarorlofs hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Fréttablaðið/Getty Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira