Breytingar haft áhrif á fæðingarorlof feðra Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Breytingar á umgjörð fæðingarorlofs hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Fréttablaðið/Getty Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira